Svepparisotto

Ég er búin að vera í Boston síðan 3. janúar og það styttist í heimför. Eins og það er mikið af góðum mat í Ameríku þá get ég ekki beðið eftir að komast aftur í eldhúsið mitt. Ég er búin að fá mig fullsadda af dísæta hafragrautnum á McDonalds í morgunmat (McDonalds er innangengt af hótelinu) og skyndibita í flest mál. Það verður gott að fá morgunmat og nespresso heima og góðan fisk í kvöldmat.

Ég var að fara í gegnum myndirnar í tölvunni og þegar ég sá þessar þá rifjaðist upp fyrir mér að ég átti alltaf eftir að setja risottouppskriftina inn. Ég birti mynd af því á Instagram fyrir lifandis löngu og lofaði uppskriftinni í nokkrum skilaboðum sem mér bárust í kjölfarið.

Þegar við Gunnar vorum í Stokkhólmi síðasta sumar pantaði hann sér svepparisotto á Vapiano veitingastaðnum. Honum þótti það svo gott að ég mátti til með að prófa að elda það heima. Uppskriftina hafði ég rifið úr Morgunblaðinu fyrir löngu en hún kemur frá Mathúsi Garðabæjar. Þeir segja að uppskriftin sé fyrir 4-6 en við munum gera stærri uppskrift næst því okkur þótti hún í varla duga fyrir okkur fimm.

Risotto – uppskrift frá Mathúsi Garðabæjar

  • 200 g risotto-grjón
  • 25 g skalotlaukur
  • 500 ml kjúklingasoð
  • 100 g flúðasveppir
  • 20 g villisveppir
  • 50 g parmesan
  • 50 ml rjómi
  • salt og pipar

Brúnið laukinn létt í potti eða pönnu og setjið grjónin svo út í ásamt kjúklingasoðinu og sjóðið þar til þau verða léttelduð eða í um 10 mínútur. Brúnið næst sveppina á sér pönnu og setjið svo út í grjónin ásamt rjómanum og rifnum parmesan. Smakkið til með salti og pipar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s