Fiskur í sweet chillí

Við erum dottin úr allri rútínu hér heima og hegðum okkur eins og við séum í sumarfríi, þrátt fyrir að vera ekki komin í frí. Ég hef hvorki gert vikumatseðil né vikuinnkaup í hálfan mánuð og finnst ég alltaf vera úti í búð að vandræðast með kvöldmatinn. Síðan vökum við frameftir á kvöldin, grillum, opnum rauðvín og látum eins og enginn sé morgundagurinn. Dálítið gaman þrátt fyrir örlítið þreytta morgna.

Eitt af því fáa sem heldur dampi hér heima þessa dagana er mánudagsfiskurinn. Þessi einfaldi fiskréttur var sérlega góður og er bara gerður á einni pönnu, sem hentar vel þegar maður vill halda frágangi og uppvaski í lámarki. Ég mæli með að prófa hann!

Fiskur í sweet chilí

 • 1 púrrlaukur
 • 1 rauð paprika
 • 1 dós sýrður rjómi
 • 2,5 dl. rjómi
 • 0,5 dl rjómaostur
 • 1 dl sweet chilí sósa
 • 1/2 tsk chili krydd
 • 1/2 tsk chiliflögur
 • 1 kjúklingateningur
 • salt
 • 900 g þorskur eða ýsa
Hakkið laukinn og skerið paprikuna í bita. Steikið laukinn mjúkan í smjöri og bætið síðan paprikunni á pönnuna og steikið aðeins áfram. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan fiskinn á pönnuna á látið sósuna sjóða saman í nokkrar mínútur. Bætið fiskinum á pönnuna og látið sjóða saman í 5-6 mínútur. Smakkið til með salti.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Þorskur í ljúffengri karrýsósu

Þorskur í ljúffengri karrýsósuEins og eflaust á mörgum heimilum landsins eru mánudagar oftast fiskidagar hjá okkur. Krakkarnir eru fyrir lifandis löngu búin að fá nóg af plokkfiski og því reyni ég að finna upp á einhverjum nýjungum. Ég datt niður á þennan einfalda rétt á sænsku matarbloggi og hann vakti lukku hjá okkur öllum. Fljótlegt og stórgott!

Þorskur í ljúffengri karrýsósu

Þorskur í ljúffengri karrýsósu

 • 800 g þorskur
 • smjör
 • 3 dl matreiðslurjómi
 • 1 msk karrý
 • smá cayennepipar
 • 10 kirsuberjatómatar
 • 1/2 grænmetisteningur
 • maizena

Skerið þorskinn í 2 x 2 cm bita (hafi fiskurinn verið frosinn er gott að skera hann áður en hann þiðnar alveg) og steikið í smjöri í nokkrar mínútur. Kryddið með karrý, hellið rjóma yfir og myljið hálfan grænmetistening yfir. Látið suðuna koma upp. Skerið kirsuberjatómata í tvennt og bætið út í. Látið sjóða áfram þar til tómatarnir eru orðnir mjúkur. Smakkið til með cayennepipar (farið varlega og byrjið bara á örlitlu). Þykkið með maizena. Berið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum.

Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Fiskur undir krydduðum osta- og rasphjúpMér finnst ég allt of sjaldan setja fiskuppskriftir hingað inn. Það er ekki það að ég eldi sjaldan fisk heldur frekar að hann er svo óspennandi hjá okkur. Krakkarnir fá ekki leið á soðnum fiski og ég læt það allt of oft eftir þeim að hafa soðinn fisk með kartöflum, smjöri og tómatsósu í matinn. Síðan erum við öll mjög hrifin af bleikju og með henni höfum við ýmist kartöflubáta í ofni, salat og hvítlaukssósu eða soðnar kartöflur, gulrætur eða brokkólí og brætt smjör. Þess á milli höfum við plokkfisk, steiktan fisk eða fiskibollur og ef ég fæ að ráða reyktan fisk með soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Mér þykir það æðislega gott en er því miður ein um það hér á heimilinu.Fiskur undir krydduðum osta- og rasphjúpFiskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Það gerist síðan inn á milli að ég hristi upp í hlutunum og geri fiskrétt og þá þykir mér upplagt að setja uppskriftina hingað inn. Eins og þennan þorskrétt sem allir voru hæstánægðir með. Þetta er nokkurs konar uppskrift af fiski í raspi, nema án vesenisins við að velta fiskinum upp úr eggi og raspi og steikja á pönnu. Einfalt, fljótlegt og stórgott! Fiskur undir krydduðum osta- og rasphjúpFiskur undir krydduðum osta- og rasphjúp

Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp (uppskrift frá Familjekassen)

 • um 600 g þorskur (eða ýsa)
 • 1 dl raspur
 • 100 g rifinn ostur
 • 1 hvítlauksrif
 • 2 msk fínhökkuð steinselja
 • salt og pipar
 • smjör

Hitið ofninn í 150°. Leggið fiskinn í smurt eldfast mót. Saltið og piprið. Blandið raspi, rifnum osti, steinselju og pressuðu hvítlauksrifi saman og setjið yfir fiskinn. Setjið smjör yfir, annað hvort brætt smjör sem er dreift yfir eða skerið sneiðar (t.d. með ostaskera) og leggið víðs vegar yfir rasphjúpinn. Bakið í um 10 mínútur, hækkið þá hitann í 200° og bakið áfram í 5 mínútur til að rasphjúpurinn fái fallegan lit.

Ítalskur lax með fetaostasósu

Ítalskur lax með fetaostasósuÍtalskur lax með fetaostasósu

Eins og eflaust á mörgum heimilum landsins þá eru mánudagar oftar en ekki fiskidagar hér heima. Eftir matarveislu helgarinnar er svo gott að fá fiskinn. Við gerðum vel við okkur þessa helgina, borðuðum gott og keyrðum bæinn þveran eftir ís bæði á laugardag og sunnudag. Það var því sérlega gott að fá mánudagsfiskinn í dag.

Þessi laxréttur er dásamlegur í alla staði og fellur vel í kramið hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Ég blanda oftast laxi og þorski þar sem krökkunum þykir gott að hafa valið en hér má leika sér með þær fisktegundir sem lokka að hverju sinni. Sósan setur síðan punktinn yfir i-ið á þessum stórgóða rétti.

Ítalskur lax með fetaostasósu

Ítalskur lax með fetaostasósu

 • 600 g lax (eða blanda af laxi og þorski)
 • sólþurrkaðir tómatar í olíu, magn eftir smekk
 • 1 hvítlauksrif
 • gróft salt
 • 10 kartöflur
 • klettasalat

Hitið ofninn í 225°.  Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í bita og dreifið úr þeim á ofnplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Setjið hálfan dl af olíunni frá sólþurrkuðu tómötunum í skál og pressið hvítlauksrifið í olíuna. Hellið olíunni yfir kartöflurnar og setjið í ofninn í um 20 mínútur.

Skerið laxinn (og þorskinn sé hann notaður) í bita sem eru um 2×2 cm að stærð. Þegar kartöflurnar hafa verið í ofninum í 20 mínútur er laxinum bætt á ofnplötuna, nokkrar matskeiðar af olíunni frá sólþurrkuðu tómötunum sáldrað yfir ásamt grófu salti og sett aftur í ofninn í 10 mínútur til viðbótar. Þegar laxinn og kartöflurnar koma úr ofninum er hökkuðum sólþurrkuðum tómötum stráð yfir ásamt klettasalati. Setjið réttinn á fallegt fat og berið fram með fetaostasósu.

Fetaostasósa

 • 1 dl sýrður rjómi
 • 100 g fetakubbur
 • 1/2 hvítlauksrif, pressað
 • salt
 • ítalskt salatkrydd

Myljið fetaostinn og hrærið saman við sýrða rjómann. Pressið hvítlaukinn saman við og smakkið til með salti og ítölsku salatkryddi. Geymið í ísskáp þar til sósan er borin fram.

 

Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

Dagurinn er búinn að vera viðburðaríkur hjá smáfuglum heimilisins. Klukkan níu í morgun voru bræðurnir mættir í útvarpsviðtal fyrir bæði Leynifélagið og morgunútvarp Rásar 2 vegna Reykjavíkurmaraþonsins. Þeim var boðið að koma í viðtal því Gunnar ætlar að hlaupa 10 km til styrktar Neistans, félagi hjartveikra barna. Hann ákvað það fyrir ári síðan en ég held að það hafi enginn tekið hann alvarlega þá, í það minnsta ekki við.

Gunnar talaði reglulega um maraþonið í vetur og í byrjun sumars sagði hann að nú væri ekki lengur til setunnar boðið, hann yrði að fara að æfa sig. Mér fannst hugmyndin svo galin að ég reyndi hvað ég gat að tala hann af þessu, benti honum á að þetta væri svo löng vegalengd, að hann væri ekki vanur að hlaupa og ætti enga hlaupaskó en hann sagðist alveg getað hlupið þetta í gúmítúttunum sínum. Gunnar gaf sig ekki og það fór svo að Öggi fór með honum út að hlaupa og hlupu þeir 7 km. Við vorum alveg orðlaus yfir dugnaðinum og fórum með hann daginn eftir og keyptum hlaupaskó.  Síðan þá hefur Gunnar hlupið reglulega í sumar og tók þátt í Ármannshlaupinu í júlí þar sem hann náði mjög góðum árangi og hljóp 10 km á 54.28.

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið og ég verð að viðurkenna að ég verð fegin þegar það verður yfirstaðið. Ég er nefnilega hræðileg íþróttamamma, fer alveg á taugum og ímynda mér allt það versta sem getur komið fyrir. Ef einhvern langar að heita á þennan flotta strák minn og styrkja gott málefni þá er hægt að gera það hér.

En úr maraþoni í kvöldmatinn. Það er alltaf jafn gott að fá fisk í byrjun vikunnar og í dag kom Öggi við í fiskbúðinni á leiðinni heim og keypti glæsilegan þorsk. Ég gerði þennan fiskrétt úr þorskinum sem rann vel ofan í fjölskylduna.

Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

 • hrísgrjón (ég sauð 1 1/2 bolla fyrir okkur átvöglin)
 • þorskur eða ýsa (ég var með 1 kg)
 • töfrakrydd (má sleppa)
 • 2,5 dl rjómi
 • 3 msk majónes
 • 2 tsk dijon sinnep
 • 2 tsk karrý
 • 50-100 gr ferskrifinn parmesan
 • rauð paprika
 • 1/2 blaðlaukur
 • 200 gr rifinn ostur

Hitið ofninn í 180°. Sjóðið hrísgrjón og leggið í botninn á eldföstu móti. Skerið fiskinn í sneiðar, leggið yfir hrísgrjónin og kryddið með salti, pipar og því sem þykir gott (ég notaði töfrakrydd frá Pottagöldrum). Hrærið saman rjóma, majónesi, sinnepi, karrý og parmesan. Smakkið til og saltið og piprið. Hellið sósunni yfir fiskinn og stráið fínskorinni papriku og blaðlauk yfir. Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið í ca 30 mínútur.