Lasagna með ólívum, smjörsteiktu spínati og fetaosti.

Í gær var veðrið svo gott að við drifum okkur með vinum okkar á Úlfarsfell. Þegar toppnum var náð var komið hífandi rok og þegar niður var komið var byrjað að rigna. Það var því mjög notalegt að koma heim aftur, kveikja á kertum og byrja á kvöldmatnum.

Ég eldaði nýja útgáfu af lasagna sem okkur þótti góð  tilbreyting frá því hefðbundna. Helsti munurinn er að í því eru ólívur, smjörsteikt spínat og fetaostur. Mér þótti ánægjulegt að börnin borðuðu matinn með bestu lyst, þrátt fyrir að vera lítið fyrir ólívur.

Með lasagnanu bar ég fram ferskt salat og síðustu bitana af hvítlauskbrauðinu, sem ég hef notið að eiga í frystinum síðustu vikur.

Lasagna með ólívum, smjörsteiktu spínati og fetaosti.

  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 msk smjör
  • 400 gr nautahakk
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 msk tómatpuré
  • 1 kjötkraftsteningur
  • 1 grænmetisteningur
  • 1 msk dijonsinnep
  • 3 msk hökkuð fersk basilika
  • 1 dl grófhakkaðar ólívur
  • nýmulinn hvítur pipar
  • 300 gr spínat
  • 1 msk smör
  • salt
  • lasagnaplötur

Ostasósa

  • 4 msk hveiti
  • 7 dl mjólk
  • 2 dl rifinn ostur
  • 1 tsk salt

Yfir lasagnað

  • 200 gr fetaostur

Hitið ofninn í 225°.  Steikið fínhakkaðan lauk og pressuð hvítlauksrif í 1 msk af smjöri í ca 3 mínútur. Bætið nautahakki á pönnuna og steikið þar til kjötið hefur brúnast. Hellið hökkuðum tómötum yfir og bætið út í tómatpuré, teningum og sinnepi. Látið sjóða án loks í ca 10 mínútur.Kryddið með basiliku og pipar og blandið ólívum út í.

Steikið spínatið í 1 msk af smjöri þar til vökvinn er farinn. Kryddið með salti.

Hrærið hveitinu saman við smá af mjólkinni þar til blandan verður slétt og kekkjalaus. Bætið restinni af mjólkinni saman við og látið suðuna koma upp. Saltið og sjóðið í ca 5 mínútur og hrærið reglulega í pottinum á meðan. Takið pottinn af hellunni og bætið rifnum osti í hann. Hrærið þar til osturinn hefur bráðnað.

Hellið smá af ostasósunni í botninn á eldföstu móti. Setjið til skiptist lasagnaplötur, kjötsósu, spínat og ostasósu. Endið á lasagnaplötum og ostasósu og dreifið að lokum fetaosti yfir ostasósuna.

Bakið í miðjum ofni í ca 25 mínútur.

3 athugasemdir á “Lasagna með ólívum, smjörsteiktu spínati og fetaosti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s