Stórgóð kjúklingabaka.

Við erum búin að bíða eftir þessu kvöldi alla vikuna. Það er eplakaka í ofninum og við ætlum að eyða kvöldinu í sjónvarpsófanum. Á meðan við bíðum eftir að X-factor byrji ætla ég að gefa uppskriftina af kvöldmatnum.

Í kvöld dró ég fram gamlan uppáhaldsrétt sem mér þykir vera frábær föstudagsmatur. Þessi baka kemur verulega á óvart og ekki láta hvítkálið fæla ykkur frá henni. Bakan er æðislega góð og krakkarnir eru ekki síður hrifin af henni en við Öggi.

Stórgóð kjúklingabaka

Bökudeig

  • 3 dl hveiti
  • 125 gr smjör
  • 2-3 msk kallt vatn

Fylling

  • 1 grillaður kjúklingur
  • 1 laukur
  • 3 dl niðurskorið hvítkál
  • 1 tsk salt
  • 1 poki taco-kryddblanda
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 dl rjómi
  • smjör eða olía til að steikja lauk og hvítkál í
  • 150 gr rifinn ostur

Vinnið saman hráefnin í bökubotninn og látið standa í kæli um stund. Skerið lauk og hvítkál í sentimetersstóra bita og steikið þar til það verður mjúkt. Skerið kjúklinginn niður og bætið á pönnuna ásamt kryddum, sýrðum rjóma og rjóma. Hrærið í og látið sjóða við vægan hita um stund.

Þrýstið bökudeiginu í formið og forbakið í ca 10 mínútur við 200°. Hellið kjúklingahrærunni í og stráið ostinum yfir. Bakið við 225° í ca 25 mínútur. Berið fram með góðu salati. Í kvöld var ég með iceberg (skerið kálið niður og látið það liggja í ísköldu vatni, kálið verður brakandi stökkt og gott), rauða papriku, mangó, avókadó, gúrku, rauðlauk, fetaost og mulið nachos. Sjúklega gott.

Ein athugasemd á “Stórgóð kjúklingabaka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s