Amerísk eplabaka

Ég bauð upp á þessa amerísku eplaböku með vanilluís yfir x-factor í gærkvöldi. Strákarnir voru yfir sig spenntir og töldu niður mínúturnar þar til hún kom úr ofninum. Við vorum öll stórhrifin og mælum með að þið prófið. Öggi skilar því að þetta sé, að öðrum eplakökum ólöstuðum, besta eplabaka sem hann hafi smakkað.

Uppskriftina fann ég á sænskri matarsíðu, Allt om mat.

Amerísk eplabaka

 • 4 epli
 • 1 tsk kanil
 • 100 gr smjör
 • 2,5 dl sykur
 • 150 gr hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1,5 tsk salt
 • 1 egg, upphrært

Hitið ofninn í 200° og smyrjið bökuform með smjöri. Afhýðið eplin og fjarlægið kjarnana. Skerið eplin í þunnar sneiðar og leggið í bökuformið. Stráið kanil yfir.

Bræðið smjörið og látið það kólna. Blandið þurrefnunum saman í skál. Hrærið eggið upp með gaffli eða vispi. Blandið smjöri og eggi saman við þurrefnin. Breiðið deigin yfir eplin og stráið smá kanil yfir. Bakið í neðri hlutanum á ofninum í 40 mínútur. Berið fram með ís eða rjóma.

7 athugasemdir á “Amerísk eplabaka

 1. Sæl,
  Takk fyrir góða síðu:-)
  Hvað meinarðu með að „breiða deigið yfir eplin“
  Var að gera hana (á þó eftir að baka og borða er með hana i efirrétt í matarboði) fannst deigið svo rosa blautt?
  Ég einhverng helti þessu yfir.. :-/ Vonandi ekki klúðrað þessu:-)
  Kv.Sigurbjörg

  1. Sæl Sigurbjörg.
   Deigið var líka blautt hjá mér. Ég notaði bara hendurnar og tók bút fyrir bút sem ég lagði yfir eplin, eins og bútasaumsteppi.
   Ég vona að kakan hafi smakkast vel hjá þér.
   Bestu kveðjur,
   Svava.

 2. Dásamlega gott. Ég bætti ca. einni plötu af konsum suðusúkkulaði, söxuðu og stráði yfir eplin…..mæli algjörlega með því! Þetta rann allavega ljúft ofan í mannskapinn.
  Takk fyrir!
  Kveðja,
  Hafdís

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s