Hvítlauksbrauðbollur

Hvítlauksbrauð

Í gærkvöldi horfðum við Öggi á síðasta Fraiserþáttinn og þar með lauk Fraser-maraþoni okkar. Við höfum verið að horfa á alla Fraiserþættina frá upphafi og það hefur tekið okkur heilt ár. Okkur hefur þótt svo notalegt að setjast niður á kvöldin eftir að krakkarnir eru sofnaðir og horfa á nokkra þætti og því fylgdu blendnar tilfinningar að klára síðasta þáttinn. Núna er því næsta verkefni að finna okkur nýja seríu til að horfa á. Við höfum heyrt að Breaking bad séu góðir þættir, kannski að við tékkum á þeim í kvöld.

Hvítlauksbrauð

Ég var búin að lofa uppskrift að hvítlauksbrauði sem ég baka alltaf með grænmetislagsagna. Það er nú ekki svo að ég sé alltaf að elda grænmetislasagna, síður en svo, en þegar það gerist þá er þetta hvítlauksbrauð nauðsynlegt með. Það er bæði hægt að gera þrjú snittubrauð úr deiginu eða bollur. Ég geri alltaf bollur og set rifinn ost yfir þær. Ef það er afgangur af brauðinu set ég hann í frystinn og hita svo upp næst þegar við erum með hakk og spaghetti. Gott!

Hvítlauksbrauð

Hvítlauksbrauðbollur

  • 1 pakki þurrger
  • 1½ bolli vatn
  • 1 msk sykur
  • 80 g rifinn ostur
  • 1 ½ tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk basilíka
  • 1 tsk óreganó
  • 3 msk olía
  • 4-5 bollar hveiti

Leysið þurrgerið upp í volgu vatni. Bætið sykri, hvítlauksdufti, salti, basilíku, óreganó, olíu og hveiti saman við og hnoðið vel saman (ég nota hnoðarann á KitchenAid vélinni). Látið hefast í 30 mínútur á hlýjum stað. Mótið þrjú snittubrauð eða bollur úr deiginu og látið hefast aftur í 30 mínútur.  Penslið deigið með þeyttu eggi og stráið rifnum osti yfir. Bakið við 180° í 20-25 mínútur.

3 athugasemdir á “Hvítlauksbrauðbollur

  1. Girnilegt! Við tókum líka svona Frasier maraþon þegar ég var ólétt. Núna horfi ég á X-Files þegar mig langar til að horfa á eitthvað – það er syndsamlega nördalegt 😉

  2. Ég bakaði þessar bollur fyrir eina kjúklingasúpu hérna á heimilinu og þær slógu algjörlega í geng, ótrúlega góð lykt líka þegar að þær eru að bakast !

    Takk kærlega fyrir okkur !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s