Tortillakaka

Tortillakaka

Á mánudaginn eldaði ég fiskinn góða en síðan þá hef ég varla stigið fæti inn í eldhúsið. Á þriðjudagskvöldinu fórum við Öggi með vinahjónum okkar út að borða og í gærkvöldi fór ég í saumaklúbb. Vikan hefur því verið ein allsherjar veisla og mér dettur ekki í hug að enda hana.

Um síðustu helgi vorum við með tortillaköku í matinn sem vakti mikla lukku á heimilinu. Það tók stutta stund að útbúa matinn og hann var dásamlega góður. Mér þykir þetta vera frábær föstudagsmatur. Þegar allir eru þreyttir eftir vikuna en langar samt í eitthvað gott að borða þá geta svona uppskriftir reynst mikill fjársjóður. Tortillukakan er útbúin á 10 mínútum og á meðan hún er í ofninum er salat útbúið, nacos sett í skál og sósurnar opnaðar. Einfaldara getur það varla verið.

Tortillakaka

Tortillakaka

  • 1 bakki nautahakk (ca 500 g)
  • 1 bréf taco krydd
  • 1 dl vatn
  • 3 tortillakökur
  • ½ bolli ostasósa (er í sömu hillum og mexíkóvörurnar í matvörubúðum)
  • 1½ bolli rifinn ostur

Hitið ofninn í 175°. Steikið nautahakkið á pönnu, kryddið með tacokryddinu og hrærið vatni saman við. Látið malla á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til vatnið er að mestu horfið. Hrærið ostasósu saman við og takið af hitanum.

Tortillakaka

Setið tortillaköku á bakpappírsklædda ofnskúffu. Það getur verið gott að nota bontlaust springform (þ.e. bara hliðarnar) til að halda utan um kökurnar. Smyrjið 1/3 af nautahakkinu yfir tortillakökuna, setjið 1/3 af rifna ostinum yfir og leggið næstu tortillaköku ofan á. Endurtakið og endið á rifnum osti. Setjið tortillakökuna í ofninn og bakið þar til osturinn er bráðnaður, 15-20 mínútur.

Berið tortillakökuna fram með góðu salati, nachos og sósum eins og sýrðum rjóma, avókadóhræru (avókadó, pressað hvítlauskrif, smá sítrónusafi, cayennepipar og smá sýrðum rjóma hrært saman), salsasósu og ostasósu.

11 athugasemdir á “Tortillakaka

  1. Prófaði þessa uppskrift í gærkvöldi, var með tvö barnabörnin okkar í mat (9 og 12 ára) og til að gera langa sögu stutta þá sló þetta algjörlega í gegn hjá okkur, afa og ömmu líka. Hef einnig bakað sítrónuformkökuna x 2. Ætla að prófa kjöthleifinn í kvöld, fiskinn góða á morgun. Sem sagt ég er alveg fallin fyrir síðunni þinni. Takk fyrir.

  2. Þessi var í matinn í kvöld. Átti afgang af sætkartöfluteningum, sveppum og lauk síðan í gær og skellti því úti hakkið. Mjög gott og verður pottþétt gert oftar. Fínt að nýta afganga í þetta 🙂

  3. Prófaði þetta í jólaboði fyrir áramót og þetta rauk út! Taka tvö í Þrettándaboðinu núna á eftir 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s