Gulllans kaka

Gulllans kaka

Þessi dásamlega mynd náðist af frænkunum um páskana þegar Hrönn hvíslaði leyndarmáli að Malínu. Neglurnar voru lakkaðar og sparidressið á, enda páskadagur þegar myndin var tekin. Í dag blæs Hrönn til afmælisveislu og við hlökkum til að mæta, gefa henni afmælisgjöf og fá knús. Hún er yndisleg.

Gulllans kaka

Ég er að reyna að mana mig í að fara út í göngutúr áður en við förum í afmælið en það er svo hræðilega kuldalegt úti og vindkviðurnar fá mig til að vilja sitja hér inni í hlýjunni fram á sumar. Mig langar mikið meira til að dóla hér í náttsloppnum, fá mér aðra kökusneið og byrja á næsta prjónaverkefni. Eftir langvarandi prjónapásu er ég nú búin að draga fram misheppnaða lopapeysu sem ég ætla að reyna að bjarga. Ég ætti auðvitað að byrja á að troða eigandanum í peysuna og taka fyrir og eftir myndir fyrir bloggið, ef verkefnið skyldi heppnast. Nú rifast líka upp fyrir mér að ég átti eftir að mynda vetlingana sem ég sýndi hér á byrjunarstigi fyrir áramót…

Gulllans kaka

Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær ákvað ég að baka köku sem ég hef lengi verið á leiðinni að prufa. Kakan reyndist dásamlega góð og krakkarnir voru alsælir með hana. Kakan fyllir út í heila ofnskúffu og ætti því að duga með kaffinu alla helgina. Og góð er hún. Hættulega góð.

Gulllans kaka

Gullans kaka (uppskrift frá Koka ihop)

Botn:

  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 150 g smjör, brætt
  • 1,5 dl mjólk
  • 4 dl hveiti
  • 4 msk kakó
  • 1 msk vanillusykur
  • 1 msk lyftiduft

Glassúr

  • 112,5 g smjör
  • 3,75 dl flórsykur
  • 2,25 msk rjómi
  • 1,5 tsk vanillusykur

Skraut

  • 50 g suðusúkkulaði

Botn: Hitið ofninn í 225°. Bræðið smjörið. Hrærið egg og sykur saman. Hrærið hveiti, kakói, vanillusykri og lyftidufti saman við. Bætið bræddu smjörinu og mjólk saman við og hrærið þar til deigið er kekkjalaust. Setjið deigið á bökunarpappírsklædda ofnskúffu (ca. 30×40 cm) og bakið í 12-15 mínútur. Prófið að stinga prjóni í kökuna til að sjá hvort hún sé tilbúin og passið að baka hana ekki of lengi. Látið kökuna kólna alveg áður en glassúrinn er settur á.

Glassúr: Bræðið smjörið og bætið flórsykri, rjóma og vanillusykri saman við. Hrærið þar til blandan er slétt. Breiðið heitan glassúrinn yfir kalda kökuna og látið harðna.

Skraut: Bræðið súkkulaðið og setjið í mjórri bunu yfir kökuna. Látið harðna.

4 athugasemdir á “Gulllans kaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s