Extra stökkar vöfflur

Extra stökkar vöfflur

Ég held að það séu liðnar tvær vikur síðan ég bakaði þessar vöfflur og ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett þær inn er sú að mér fannst þær of stökkar. Þær eru stökkar eins og ég veit ekki hvað. Kannski kartöfluflögur? En Ögga þóttu þær svo æðislega góðar og vill ólmur að ég setji þær á bloggið svo í dag ætla ég að gera það. Fyrir hann.

Mér þykja vöfflur með sultu og rjóma æðislega góðar og eftir að ég keypti mér nýtt vöfflujárn síðasta sumar voru vöfflur hér á borðum annan hvern dag. Við fengum ekki nóg! Við prufuðum hinar og þessar uppskriftir og settum allt sem hugurinn girntist ofan á þær. Ís, ber, rjóma, sultur, súkkulaði, Nutella… allt var prófað og okkur þótti allt gott. Þegar leið á haustið fækkaði vöfflukaffinu og í vetur hefur vöfflujárnið meira og minna fengið að liggja inn í skáp. Nú þegar fer að vora finnum við vöfflulöngunina koma til baka og erum aftur byrjuð að prófa nýjar uppskriftir.

Extra stökkar vöfflur

Ég vil hafa vöfflurnar stökkar að utan og mjúkar að innan. Ögga þóttu þessar súperstökku vöfflur frábærar og gestirnir sem voru hjá okkur sögðust vera stórhrifin, en myndu þau kunna við að segja annað? Eitt er víst að vöfflurnar kláruðust upp til agna áður en ég áttaði mig á að ég hafði gleymt að taka almennilegar myndir. 

Extra stökkar vöfflur (uppskrift úr Rutiga kokboken)

  • 100 g smjör
  • 3 dl rjómi
  • 1-1½ dl vatn
  • 3½ dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur (má sleppa)

Bræðið smjörið og látið það kólna. Hrærið saman rjóma, vatni, hveiti, lyftidufti og vanillusykri. Hrærið þar til deigið verður slétt. Hrærið smjörinu saman við.

Hitið vöfflujárn og smyrjið með smá smjöri. Bakið vöfflurnar þar til þær eru fallega gylltar á litinn. Berið fram með t.d. rjóma, sultu, ís, berjum…

3 athugasemdir á “Extra stökkar vöfflur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s