Ég sá í kommentunum að það var beðið um uppskriftina að steiktu perunum sem ég sagði frá í gær og þó mér hafi svo sannarlega staðið hugur til að setja uppskriftina inn þá þykir mér gaman að sjá að þið eruð spennt fyrir henni. Og það megið þið líka vera því þær eru algjört æði.
Þessar smjörsteiktu perur eru æðislegar sem forréttur. Við buðum þó upp á þær ásamt tómatcrostini með þeyttum fetaosti sem léttan kvöldverð og vorum stórhrifin af þeirri blöndu. Það tekur enga stund að útbúa þennan einfalda rétt og það þarf ekki annað en að líta yfir hráefnalistann til að sjá hversu stórkostlega góður hann er. Mig grunar að ég eigi eftir að ofnota báða þessa rétti í sumar.
Smjörsteiktar perur með brie og furuhnetum á ruccolabeði
- 400 g brieostur
- 200 g ruccola
- 75 g furuhnetur
- 4 perur
- ólívuolía
- balsamiksýróp
- gróft salt
- smjör
Skolið ruccola og dreifið úr því yfir fat. Ristið furuhneturnar á pönnu (passið að hafa ekki of háan hita svo þær brenni ekki!).
Skerið perurnar í sneiðar og steikið úr smjöri á pönnu. Skerið brieostinn í sneiðar og leggið yfir perurnar á heitri pönnunni.
Þegar brieosturinn byrjar að bráðna eru perurnar teknar af pönnunni og lagðar ofan á ruccolað. Að lokum eru ólívuolía, gróft salt, balsamiksýróp og furuhnetur sett yfir.
Ohhh, þetta er örugglega æði! Perur og Brie passar svo fullkomlega vel saman! 🙂
Takk fyrir, ég get ekki beðið eftir að prófa 🙂
Ó nammi! Þetta hlakka ég til að prófa 🙂
Ætla að gera þennan rétt á miðvikudag í saumaklúbb, er hann betri kaldur eða heitur ?
Mér þykir hann bæði góður heitur og við stofuhita. Það tekur enga stund að setja réttinn saman og ef ég ætlaði að bera hann fram í saumaklúbbi þá myndi ég annað hvort vera búin að skera allt niður og skella perunum á pönnuna rétt áður en rétturinn er borinn fram eða þá að gera hann tilbúinn rétt áður en klúbburinn mætir og láta hann standa við stofuhita.
Takk takk hlakka til að prófa á morgun.
Hæ hæ, takk fyrir þessa skemmtilegu uppskrift ..var að velta fyrir mer ..heldurðu að það sé hægt að gera þennan rétt í ofni? Það er grilla perurnar ?
Eldavélin biluð og ætlaði að gera þetta annað kvöld!
Ég er allt of sein að svara þér! Prófaðir þú að elda perurnar í ofninum? Ef svo er væri gaman að heyra hvernig til tókst 🙂
Tær snilld, hafði þetta um helgina sem forrétt og mun pottþétt hafa aftur og aftur. Svo ljúffengur og fallegur réttur.
Takk 🙂
Kveðja Helga
Hafdi tetta i gaer sem medlaeti med grilladri nautalund svona til ad gera eh adeins ödruvisi en bara venjulegt salat–( sleppti tvi en hafdi MIKID rucola undir)- verd nu ad segja ad tetta var MIKLU betra en eg atti von a— vid fengum okkur öll aftur en tetta var adeins faris ad kolna en gerdi ekkert til…-geri potttett afrur!!- sjaumst bradum/ halla
Fràbær og ljúfengur réttur! À örugglega eftir að gera hann aftur og aftur! Takk fyrir fràbæra síðu.
Ein spurning, er alveg möst að nota balsamik sýrópið? Ég á það ekki til og nota aldrei svoleiðis svo mér finnst hálfgerð sóun að kaupa það. Er kannski eitthvað annað sem ég get notað?