Heimagerðir BBQ-hamborgarar

Heimagerðir BBQ-hamborgarar

Við fengum æði fyrir grilluðum hamborgurum síðasta sumar og langt fram á vetur stóð Öggi við grillið. Yfir háveturinn tókum við kærkomna hvíld en nú erum við að komast aftur í grillstuð. Um síðustu helgi ákváðum við að það væri tími til kominn að setja borgara aftur á grillið og gerðum hamborgara sem voru svo góðir að ég má til með að setja þá hingað inn sem tillögu að mat fyrir kvöldið.

Heimagerðir BBQ-hamborgararÞað er glettilega einfalt að gera hamborgara og heimagerðir hamborgarar eru svo margfalt betri en keyptir. Það er varla hægt að líkja þeim saman. Hamborgararnir sem ég setti inn síðasta sumar (uppskriftin að þeim er hér) hafa verið í uppáhaldi en nú er ég hrædd um að það sé kominn hættulegur keppinautur.

Heimagerðir BBQ-hamborgarar

Við ætluðum að grilla borgarana en þegar til kastana kom vantaði gas á grillið. Grillpannan var því dregin fram og fékk að redda málunum.

Heimagerðir BBQ-hamborgarar

Í hamborgarana fóru bbq-sósa, rifinn cheddarostur og krydd sem gerðu þá bæði bragðmikla og safaríka. Ég var í byrjun smeyk um að Malín myndi fúlsa við þeim því hún er ekki mikið fyrir bbq-sósu en áhyggjurnar reyndust óþarfar. Borgararnir slóu í gegn hjá öllum og verða klárlega tíðir gestir á grillinu í sumar.

Heimagerðir BBQ-hamborgarar

BBQ-hamborgarar (ca 10 hamborgarar)

  • 900 g nautahakk
  • 1/2 bolli rifinn cheddar ostur
  • 1/4 bolli barbecue sósa
  • Lawry´s seasoned salt
  • svartur pipar
  • laukduft
  • 10 hamborgarabrauð

Heimagerðir BBQ-hamborgarar

Hrærið nautahakki, rifnum cheddar osti, barbecue sósu, salti, pipar og laukdufti saman og mótið hamborgara úr blöndunni. Mér þykir ágætt að vikta nautahakksblönduna áður en ég móta hamborgarana og miða þá við 90 g fyrir krakkana og 120+ g fyrir fullorðna. Hitið pönnu vel og látið þunnt lag af smjöri á hana. Lækkið hitann í miðlungsháan og steikið hamborgarann í 4-6 mínútur, snúið honum þá við og steikið þar til hann er tilbúinn.

Sósa

  • 3/4 bolli mæjónes
  • 1/4 bolli tómatsósa
  • 1/4 bolli relish
  • 2 msk worcestershire sósa
  • Lawry´s seasoned salt

Hrærið öllu vel saman og smakkið til. Geymið í kæli þar til sósan er borin fram.

3 athugasemdir á “Heimagerðir BBQ-hamborgarar

  1. Sæl
    er nú bara að hugsa um að prófa þessa í kvöld ég er með þrjá ömmu stráka í heimsókn
    kveðja frá Eyjum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s