Fyrstu dagarnir í Malmö

Fyrstu dagarnir í Malmö

Ég er loksins komin til Malmö og næ vonandi að setja færsluna inn. Netið hér á hótelinu er glatað, er ofboðslega hægt og virkar ekki alltaf en núna virðist það vera í lagi.

Hér iðar allt af lífi og hópurinn er með þéttskipaða dagskrá. Við makarnir fylgjum hópnum þegar okkur líst svo á en fylgjum okkar eigin prógrammi þess á milli. Eftir að við komum á fimmtudaginn litum við aðeins í búð og settumst síðan á hótelbarinn í smá afslöppun. Um kvöldið fórum við með hópnum á íslendingasamkomu í Lundi og ég hef sjaldan verið jafn þreytt og þegar ég lagðist í rúmið um nóttina.

Fyrstu dagarnir í Malmö

Ferðalagið hingað gekk vel þó að minnstu munaði að við hefðum misst af flugvélinni. Við mættum tímalega í Leifsstöð en gleymdum okkur í fríhöfninni. Rétt náðum að versla smá snyrtivörur áður en við þurftum að hlaupa út í vél.

Fyrstu dagarnir í Malmö

Það var svo gott að sjá Ögga aftur. Hann var búinn að gera svo fint,  tók á móti mér með rauðum rósum, uppáhalds sódavatninu mínu og fallegu hálsmeni frá Hendrikku Waage. Yndislegur.

Fyrstu dagarnir í Malmö

Í gær litum við stelpurnar í búðirnar og ég snéri heim í nýjum skóm og með nýja matreiðslubók. Hlakka til að byrja að nota hana og mér sýnist á öllu að einhverjar uppskriftir eigi eftir að enda hér á blogginu.

Fyrstu dagarnir í Malmö

Í gærkvöldi fór íslenski hópurinn saman út að borða. Staðurinn var skemmtilegur en þeim þótti erfitt að taka á móti svona stórum hópi og takmarkaði matseðilinn hjá okkur. Það voru skiptar skoðanir á matnum en ég var ánægð. Ég fékk mér ferskvatns síldarhrogn í forrétt, kálf í aðalrétt og súkkulaðitrufflu í eftirrétt og þótti forrétturinn standa upp úr. Sjúklega góður.

Fyrstu dagarnir í Malmö

Morgunmaturinn hér á hótelinu er æðislegur! Við stillum vekjaraklukkuna svo að við missum ekki af honum.

Fyrstu dagarnir í Malmö

Núna verð ég að hætta því stelpurnar eru farnar að bíða eftir mér. Við ætlum að eyða deginum í bænum. Ég læt heyra aftur frá mér á morgun, er með einhverjar uppskriftir sem eiga eftir að fara inn á bloggið og ætla svo að deila með mér af júrovisjónlífinu hér í Malmö.

3 athugasemdir á “Fyrstu dagarnir í Malmö

  1. Hæ Hæ
    Endilega kíktu við í skóbúðina mína sem er í miðbæ Malmö á Stora Nygatan 36 ef þú hefur smá tíma aflögu. Seljum flotta skó, töskur ofl. Búðin heitir La Lujo og vefslóðin er http://www.lalujo.se
    Góða skemmtun og gangi ykkur vel !
    Kveðja Alma

    1. Hæ hæ og takk fyrir kommentið. Ég leitaði að búðinni þinni en fann hana ekki. Er svo spæld því mér líst æðislega vel á hana. Er búin að liggja yfir heimasíðunni! Næst þegar ég fer til Malmö verð ég betur undirbúin og kíki þá við 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s