Norræna partýið

Ég gleymdi myndavélinni heima í gærdag og hef því bara myndir frá kvöldinu. Öggi var svo heppinn að sjá Charlotte Perelli og smellti af mynd fyrir mig. Ekki besta mynd sem til er af henni en samt….

Norræna partýið

Um kvöldid var samnorrænt partý. Allir fengu drykki og ostabakka og ég fékk myndir af mér með stjörnunum. Öggi tekur mig örugglega aldrei aftur með á svona samkomur! Hér erum við í rútunni á leiðinni í partýið og Öggi alveg grunlaus um hvað biði hans.

Norræna partýið

Sænski Robin er búinn að heilla mig upp úr skónum. Ég fylgdist með sænsku forkeppninni og var ekki hrifin af laginu þá en núna þykir mér það æðislegt. Ég lét Ögga strax taka mynd af mér með honum.

Norræna partýið

Marie Serneholt var líka i partýinu. Hún hefur tekid þátt og verið kynnir í sænsku forkeppninni en er eflaust frægust fyrir að hafa verið söngkona i A-teens.

Æfing og norræna partýið

Ögga fannst nóg komið og sagðist líka vera frægur. Til að róa hann lét ég taka mynd af mér með honum.

Norræna partýið

Eyþór tók lagið og var frábær! Ég tók upp video og ætla að reyna að setja það inn i dag.

Norræna partýið

Eftir partýið fóru einhverjir út á lífið en Öggi lagði ekki í meira og vildi bara koma mér heim. Hefur eflaust verið hræddur um að við myndum rekast á fleiri sænskar stjörnur. Hann bauð upp á gos, nammi og sjónvarpsgláp og ég lét til leiðast.

Norræna partýið

Núna liggur leiðin út i sólina. Ég ætla að reyna að stinga mér inn í Apple búð til að setja inn myndbandið frá því í gær. Kem annars með fleiri myndir á morgun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s