Góðan dag! Er að prófa að blogga úr símanum. Ef það virkar datt mér í hug að uppfæra bloggið með nýrri mynd á klukkustundar fresti í dag. Sjáum hvort þetta gengur 🙂
Morgunmaturinn á hótelinu er frábær. Við fáum okkur alltaf það sama, ég hrökkbrauð með skinku og osti, linsoðið egg, hindberjajógúrt með múslí og appelsínudjús og Öggi fær sér beikon og egg. Stórgóð byrjun á deginum.
Út að prófa leiktækin sem eru fyrir utan hótelið okkar. Öggi var skynsamur og sat hjá á meðan ég fékk að finna fyrir því.
Jakob svalar þorstanum á meðan við bíðum eftir strætó. Leiðin liggur í bæinn.
Það er heitt í dag en smá vindur. Við kælum okkur niður með ís.
Malín vill fara í HM. Gunnar styttir sér stundir á meðan og prófar hatta.
Við förum aftur heim á hótel. Það ganga sérstakar eurovisionrútur um borgina fyrir okkur sem erum með aðgangspassa. Strákarnir eru spenntir fyrir rútuferðinni og vonast til að hitta eurovisionstjörnur um borð.
Það voru engar stjörnur um borð í eurovisionrútunni og ferðinn heim tók bara nokkrar mínútur. Við röltum yfir á ströndina sem er við hótelið og fáum okkur að borða þar.
Við Öggi höfum fengið okkur þetta cesarsalat áður í ferðinni. Það er æði og við pöntum það eina ferðina en.
Öggi þarf að fara á æfingu í höllinni. Við tökum rútuna með hópnum upp í höll en tökum stefnuna svo á verlunarmiðstöðina sem er þar við hliðina á. Þar eigum við nefnilega stefnumót.
Kvöldmatur. Tælenskt fyrir mig og Jakob, hamborgara fyrir hina. Strákarnir vilja sitja úti á svölum með lituðu gleri sem veldur því að myndin verður furðuleg á litin.
Það er pása hjá hópnum. Öggi og Beggi koma og hitta okkur.
Við röltum um og kíkjum í búðir. Malín kaupir sér snyrtivörur og er alsæl.
Unnur kaupir grínhnífa handa strákunum. Þeir eru í skýjunum.
Við tökum eurovisionrútuna heim á hótel og erum eina fólkið í henni.
Krakkarnir eru þreyttir eftir daginn. Þau fara upp á herbergi en ég hleyp yfir í stórmarkaðinn sem er á móti hótelinu og kaupi drykki og snarl.
Öggi kemur til baka frá höllinni. Hann kemur alltaf upp með drykki handa okkur á kvöldin og þó að klukkan sé orðin margt þá heldur hann í hefðina. Núna ætlum við aðeins að horfa á sjónvarpið áður en við sofnum. Það er stór dagur á morgun og við erum full tilhlökkunnar. Við kveðjum í dag.
Skemmtilegt að sjá svona myndablogg! Greinilega æðislega gaman. Hlakka til að horfa á morgun, gangi ykkur vel og góða skemmtun! 🙂
Gaman hjá ykkur, sé að þið hafið verið á Emporio eða hvað það heitir. Borðaði tælenskt þar um daginn, mjög gott en búðirnar voru lokaðar (eins gott). Gúdd lökk á morgun 🙂 kv. Guðlaug