Karamellufylltur súkkulaði- og salthnetudraumur

Ævintýralegur súkkulaði- og salthnetudraumur Gleðilegan þjóðhátíðardag! Mér þykir 17. júní alltaf svo hátíðlegur og dreymir um að vera með fánastöng í garðinum til að geta flaggað. Sólin hefur látið sjá sig af og til hér fyrir utan eldhúsgluggann í morgun og ég vona að hún heiðri okkur með nærveru sinni í dag.Ævintýralegur súkkulaði- og salthnetudraumur Mér þykir tilheyra svona dögum að fá gott með kaffinu. Rjómapönnukökur og hnallþórur svíkja seint en stundum er gaman að bregða út af vananum og gera eitthvað allt annað. Þá þykir mér þessi kaka koma sterk til leiks. Ævintýralegur súkkulaði- og salthnetudraumur Ef það er til súkkulaðihimnaríki þá er þessi kaka þar. Hún er syndsamlega góð og dagsgömul er hún draumi líkast. Þegar ég bauð upp á kökuna þá kláraðist hún áður en ég hafði rænu á að taka fram vélina og mynda hana almennilega. Þið fáið því enga mynd af kökusneið í þetta sinn. Ævintýralegur súkkulaði- og salthnetudraumur Þó að kakan sé ekkert sérlega þjóðleg þá mun hún ekki svíkja neinn í þjóðhátíðarkaffinu í dag. Það er þó hætta á að hún steli senunni, enda með öllu ómótstæðileg. Berið hana fram með rjóma og fagnaðarlátunum mun seint linna.

Karamellufylltur súkkulaði- og salthnetudraumur (uppskrift frá Allt om mat)

  • 150 g smjör
  • 2 dl sykur
  • 2 egg
  • 3,5 dl hveiti
  • 1 dl kakó
  • 80 g karamellufyllt súkkulaði, t.d. Galaxy

Yfir kökuna

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 2 dl salthnetur

Kakan: Smyrjið ca 22 cm kökuform og hitið ofninn í 200°. Bræðið smjörið í örbylgjuofni eða í potti. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan verður létt. Bætið hveiti og kakói út í og hrærið saman við ásamt smjörinu. Setjið deigið í formið og þrýstið karamellufyllta súkkulaðinu ofan í. Bakið í miðjum ofni í um 10-12 mínútur. Látið kökuna kólna og takið hana úr forminu.

Yfir kökuna: Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hrærið salthnetunum saman við og breiðið yfir kökuna. Látið harðna í ískáp.

8 athugasemdir á “Karamellufylltur súkkulaði- og salthnetudraumur

  1. Á deigið að vera algjör massi og kakan að vera klesst í miðjunni á botninum eins og hún sé hálfbökuð ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s