Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk – leiknum er lokið.

Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk

Það er mér sönn ánægja að geta boðið upp á gjafaleik í anda jólanna hér á blogginu. Mér þykir svo hátíðlegt að fara á jólatónleika og í ár gleðst ég yfir því að vinkona okkar, Hera Björk, sé bæði að gefa út jólaplötu og halda jólatónleika. Platan hennar, Ilmur af jólum II, er jafn yndisleg og Hera sjálf og ég veit að tónleikarnir verða ekki síðri. Á þeim hefur Hera fengið gestasöngvarana Eyþór Inga, Pétur Örn og Margréti Eir til liðs við sig ásamt 50 manna kór, gospelröddum og hljómsveit og því óhætt að segja að það er mikil tónlistarveisla í vændum.

Hera Björk

Ég stakk þeirri hugmynd að Heru um daginn að leyfa mér að gefa nokkrar jólaplötur frá henni hér á blogginu. Hún tók að vonum vel í það og vildi gera enn betur við ykkur og ákvað að gefa tvo boðsmiða á tónleikana með hverri plötu. Hera sem var á leið til Færeyja að syngja með Frostrósum rétt náði að árita diskana til ykkar áður en hún steig um borð í vélina.

Við ætlum að gefa þremur heppnum lesendum jólaplötuna, Ilmur af jólum, ásamt tveimur boðsmiðum á tónleikana 8. desember nk. Þú getur hlustað á brot úr lögunum af plötunni hér og lesið um tónleikana hér. Til að taka þátt í leiknum er nóg að setja nafn og netfang í athugasemd við þessa færslu. Ég dreg vinningshafa út á fimmtudaginn kemur.

419 athugasemdir á “Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk – leiknum er lokið.

  1. 10 ára dóttir mín hefur haldið upp á Heru í nokkur ár. Sá hana m.a. með Frostrósunum og á öðrum smærri tónleikum. Sú yrði hrifin af þessu.

  2. 🙂 Hera er náttulega bara yndi ! Takk fyrir allar skemmtilegu pistlana þína og uppskriftirnar sem hafa margar hverjar ratað á borð á mínu heimili 😉

  3. Ég á fyrstu jólaplötuna hennar Heru og hún er eina jólaplatan sem ég spila um jólin. Hún er æðisleg og þessi er örugglega frábær líka. Væri meira en til í að vinna 🙂 Svo væri ekki verra að geta boðið eiginmanninum á tónleika með Heru.

  4. Væri frábært að fá þessa plötu 😉 Dásamlegt að hlusta á ljúfa tóna á aðventunni um leið og góðra veitinga er notið 😉

  5. Þetta er frábært 🙂 Hera að sjálfsögðu dásamleg og enginn svikinn af því að eignast þessa plötu eða fara á tónleikana.
    Jólakveðjur
    Henrietta Ósk Gunnarsdóttir

Skildu eftir svar við Hafrún Símonardóttir Hætta við svar