Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk – leiknum er lokið.

Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk

Það er mér sönn ánægja að geta boðið upp á gjafaleik í anda jólanna hér á blogginu. Mér þykir svo hátíðlegt að fara á jólatónleika og í ár gleðst ég yfir því að vinkona okkar, Hera Björk, sé bæði að gefa út jólaplötu og halda jólatónleika. Platan hennar, Ilmur af jólum II, er jafn yndisleg og Hera sjálf og ég veit að tónleikarnir verða ekki síðri. Á þeim hefur Hera fengið gestasöngvarana Eyþór Inga, Pétur Örn og Margréti Eir til liðs við sig ásamt 50 manna kór, gospelröddum og hljómsveit og því óhætt að segja að það er mikil tónlistarveisla í vændum.

Hera Björk

Ég stakk þeirri hugmynd að Heru um daginn að leyfa mér að gefa nokkrar jólaplötur frá henni hér á blogginu. Hún tók að vonum vel í það og vildi gera enn betur við ykkur og ákvað að gefa tvo boðsmiða á tónleikana með hverri plötu. Hera sem var á leið til Færeyja að syngja með Frostrósum rétt náði að árita diskana til ykkar áður en hún steig um borð í vélina.

Við ætlum að gefa þremur heppnum lesendum jólaplötuna, Ilmur af jólum, ásamt tveimur boðsmiðum á tónleikana 8. desember nk. Þú getur hlustað á brot úr lögunum af plötunni hér og lesið um tónleikana hér. Til að taka þátt í leiknum er nóg að setja nafn og netfang í athugasemd við þessa færslu. Ég dreg vinningshafa út á fimmtudaginn kemur.

419 athugasemdir á “Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk – leiknum er lokið.

  1. Myndi alveg elska ad fá svona veglega gjöf 🙂 Takk fyrir ad bloggid og uppskriftirnar, èg kìki svooo oft hingad 😉

  2. Hera er bara yndi, væri sko til í að komast í jólaskapið með því að hlusta á hana…Áslaug R. Stefánsdóttir,

  3. berglind julia valsdottir
    bjulian82@gmail.com
    væri aæveg yndislegt að komast a tónleika , aldrei getað leyft mer að fara a tónleika í desemberég og sonur minn yrðum svo þakklát :)) takk fyrir æðislegt blogg 🙂 mbkv berglind julia

  4. Elska jólin, elska sönginn hennar Heru, elska þetta blogg þitt og allt það sem ég hef prufað frá þér 🙂
    kv. Ólöf

  5. Frábær síða hjá þér – búin að nota margar uppskriftir, hver annari betri.
    Hera er einfaldlega yndisleg 🙂 og það væri frábær upplifun að fara á tónleikana hennar eða bara að hlusta á diskinn hennar heima í stofu 🙂
    Bestu kveðjur, Áslaug
    aslaug.gudjonsdottir@isavia.is

  6. Mikið er ég ykkur þakklát fyrir framtakið. Það er gaman að hlakka til að vinna og samgleðjast svo þeim sem hreppa hnossið.
    Kveðja HHS

  7. já takk væri sko alveg til í tónleika með dívunni, og ég elska síðuna þína ég er búin að elda fullt af uppskriftum frá þér. gleðileg jól ;O)

  8. Jájájájájá… dýrka Heru… frábær söngkona með meiru. Væri svo til í að geta boðið mínum heittelskaða með mér á þessa tónleika til að kenna honum gott að meta hehe.

    signyj@gmail.com

  9. Vá, en æðisleg & frábær hugmynd að gefa svona flotta gjöf á aðventunni 🙂

    Væri svo til í að heyra í Heru áður en hún flýgur á vit ævintýrana 🙂

    Takk fyrir frábært blogg!

    Halla Björg – hallaevans@gmail.com

  10. Ég væri svo til í að fara á jólatónleika með Heru Björk og ekki spilla gestasöngvararnir fyrir. Gleymi ekki þegar ég heyrði fyrst í Heru Björk á tónleikum – fékk gæsahúð og táraðist – hún er svo ótrúlega falleg söngkona!

  11. hæhæ, Hera Björk hefur verið ein af mínum uppáhalds og þú ert að verða það líka :O), frábærir viku-mat-seðlarnir þínir, þvílíkur léttir að þurfa ekki að hugsa um þetta líka, takk fyrir mig :o)
    unnurelva@simnet.is

    1. Já takk. Hera er yndisleg. Takk fyrir skemmtilegt blogg og frábærar uppskriftir sem ég nota mikið. Jólakveðja.

  12. Jólin koma með tónleikum Heru Bjarkar, hún er yndisleg. Takk fyrir frábæra síðu og uppskriftir:) Jólakveðja

  13. Væri ekki amalegt að fá að skella sér á tónleika með einni mestu dívu landsins 🙂 væri fyrsta skiptið sem ég færi út eftirt að ég ætti stelpuna mína 🙂

  14. Frábært, ég væri sko alveg til í það.
    Takk fyrir allar frábæru uppskriftirnar sem ég er mikið búin að nota. 🙂

  15. Takk fyrir frábært blogg, toppurinn að kíkja inn og fá hugmyndir fyrir vikumatseðilinn 😉
    Væri yndælt að koma jólaskapinu í gang með Heru.

Skildu eftir svar við Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Hætta við svar