Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk – leiknum er lokið.

Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk

Það er mér sönn ánægja að geta boðið upp á gjafaleik í anda jólanna hér á blogginu. Mér þykir svo hátíðlegt að fara á jólatónleika og í ár gleðst ég yfir því að vinkona okkar, Hera Björk, sé bæði að gefa út jólaplötu og halda jólatónleika. Platan hennar, Ilmur af jólum II, er jafn yndisleg og Hera sjálf og ég veit að tónleikarnir verða ekki síðri. Á þeim hefur Hera fengið gestasöngvarana Eyþór Inga, Pétur Örn og Margréti Eir til liðs við sig ásamt 50 manna kór, gospelröddum og hljómsveit og því óhætt að segja að það er mikil tónlistarveisla í vændum.

Hera Björk

Ég stakk þeirri hugmynd að Heru um daginn að leyfa mér að gefa nokkrar jólaplötur frá henni hér á blogginu. Hún tók að vonum vel í það og vildi gera enn betur við ykkur og ákvað að gefa tvo boðsmiða á tónleikana með hverri plötu. Hera sem var á leið til Færeyja að syngja með Frostrósum rétt náði að árita diskana til ykkar áður en hún steig um borð í vélina.

Við ætlum að gefa þremur heppnum lesendum jólaplötuna, Ilmur af jólum, ásamt tveimur boðsmiðum á tónleikana 8. desember nk. Þú getur hlustað á brot úr lögunum af plötunni hér og lesið um tónleikana hér. Til að taka þátt í leiknum er nóg að setja nafn og netfang í athugasemd við þessa færslu. Ég dreg vinningshafa út á fimmtudaginn kemur.

419 athugasemdir á “Gjafaleikur í samvinnu við Heru Björk – leiknum er lokið.

 1. Æhjjj mikið óskaplega væri ég til í þennan vinning! Þar sem ég er á kafi í prófalestri myndi mig langa til að gleðja móður mína með miðunum á tónleikana á meðan myndi ég sytja heima að læra og hlusta á ljúfu jólatónana með Heru Björk… Plan sem hljómar allveg ótrúlega vel! :O)

 2. Má til með að dásama bloggið þitt, takk fyrir að deila með okkur hugmyndasnauðu þarna úti!! Tónleikarnir myndu toppa desember 😉

  Sólveig

 3. Hera er yndisleg,jákvæð og skemmtileg 🙂 Frábært að fara á jólatónleika með henni og leyfa jólaandanum svífa yfir með hennar dásamlegu rödd og glaðværð:) TAKK 🙂

 4. Þið eru báðar frábærar 🙂 Hvernig væri að halda tónleika með Heru á meðan maulað væri matur frá þér!!

 5. Takk fyrir frábært matarblogg og uppskriftir í gegnum tíðina. Myndi ekki slá hendinni á móti jólatónaleikum með Heru Björk í broddi fylkingar. Þessi kraftmikla söngdíva klikkar ekki.

 6. Takk fyrir frábært blogg, innblásturinn endalaus og gaman að þessum leik, +
  alltaf gaman að fara á tónleika…

 7. Það væri gaman að fá miða á þessa kveðju- og útgáfutónleika hjá Heru Björk. Ég er búin að hlusta á brot úr lögunum og diskurinn er kominn á jólagjafaóskalistann minn ;o) og fá tækifæri til að kveðja hann Halldór frænda minn áður en þau kveðja klakann.

 8. Takk fyrir allar uppskriftirnar…við skiptumst á að elda á mínu heimili, við erum 5 og svo tek ég helgarnar. Ég nota mikið vikumatseðilinn frá þér.
  Hefði ekkert á móti disk og miða á tónleika með Heru. Dóra Torfadóttir

 9. Ėg myndi gleðja hana mömmu mína svo mikið með þessum frábæra pakka þar sem hún heldur svo mikið upp a hana Heru. Ps. Ég elska þessa síðu geri alltaf innkaupalista vikunnar eftir matseðlunum alveg upp á staf og hefur alltaf allt verið rosalega gott, Takk fyrir okkur 😉

 10. Ég var að átta mig á að þetta er í fyrsta sinn sem ég kommenta hérna þrátt furir að skoða reglulega og prófa uppskriftir. Týpískt að fyrsta kommentið skuli vera í von um að vinna eitthvað, ekki satt? Ætla að taka mig á með þetta og kommenta undir þær uppskriftir sem slá í gegn á þessu heimili 🙂

 11. Takk fyrir frábærar uppskriftir, myndir og skýringar af öllum réttum og kökum. Ég dáist af þér að „nenna“ þessu en er þér mjög þakklát því ég nota uppskriftirnar þínar mikið.
  Jólakveðja, Brynja Eir, brynjathors@hotmail.com

 12. Það væri frábært að fá svona fínan glaðning 🙂 takk enn og aftur fyrir dásamlegt matarblogg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s