Gleðileg jól

Gleðileg jól

Ég velti því fyrir mér hvort ég sé ein hér á netinu í dag en átta mig svo á því að það getur ekki verið. Veðurspáin er slæm og eflaust margir að leita frétta af veðri og jafnvel einhverjir að kanna opnunartíma verslana því það gleymist að kaupa konfekt eða rjóma. Þetta er svo stór dagur, aðfangadagur jóla, og ég vona að lífið sé að leika við ykkur. Hér sefur fjölskyldan og ég er ein á fótum. Það er algjör þögn í húsinu og eina birtan er frá jólatréinu, aðventuljósum og kertaljósum sem ég kveikti áður en ég kom mér fyrir hér í stofusófanum. Friðurinn er svo notalegur að ég tími ekki að kveikja á útvarpinu.

Gleðileg jól

Við eigum von á mömmu til okkar í möndlugraut í hádeginu og síðan fer Öggi með krakkana að keyra út jólagjafirnar. Ég verð hér heima á meðan og undirbý jólin. Set dúk á borðið, tek fram sparistellið og set jólanammið í skálar á milli þess sem ég hræri í pottum og smakka til sósuna. Í kvöld borðum við hamborgarhrygg, opnum gjafir og lesum jólakort yfir konfekti og appelsíni.

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að jólahátíðin fylli hug ykkar og hjörtu af gleði, birtu og yl.

Gleðileg jól

4 athugasemdir á “Gleðileg jól

  1. Kæra Svava. Þakka þér fyrir allt fallegt og gott á matarbloggi þínu. Ég gerði margt gott fyrir jólin frá þér. En má eg biðja þig um að bæta Daimtoppunum og Súkkulaðitoppum með frönsku núggati í safnið hjá þér þannig að þær uppskriftir sjáist undir smákökur. Skilurðu, ég vil finna þær þar um næstu jól, nammi namm. Gleðileg jól og farsælt ár.
    Jólakveðja, Sigríður

  2. Sæl Svava.
    Ég vil byrja á að óska þér og þínum gleðilegra jóla. Jafnframt langar mig að þakka þér kærlega fyrir frábæran vef og frábærar hugmyndir. Þú hefur algerlega bjargað mér með hugmyndum af fjölbreyttum mat. Ég hlakka alltaf til að sjá vikumatseðilinn frá þér og hvaða hugmyndir eru fyrir mat vikunnar sem ég nýti verulega. Kærar þakkir og bestu kveðjur 😊
    Agla

  3. Kæra fjölskylda. Ég hef notað uppskriftirnar þínar mikið á árinu sem er að líða. Góðar kveðjur til þín og fjölskyldunnar á næsta ári og hlakka til að lesa bloggið þitt. Jólaknús.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s