Ég hef verið í vandræðum með að þrífa háfinn yfir eldavélinni hjá mér frá upphafi. Það var sama hvaða efni ég notaði, hann var alltaf skýjaður. Því meira sem ég þreif hann, því ljótari varð hann. Að lokum gafst ég upp.
Það var svo nýlega að ég las á einhverri amerískri síðu að besta leiðin til að þrífa stálvörur í eldhúsi væri með kókosolíu. Ég hafði ekki nokkra trú á að það myndi virka en þegar ég var í búðinni um daginn og rak augun í kókosolíu í hillunni ákvað ég að slá til. Ég hafði jú engu að tapa. Ég ætlaði ekki að trúa því en á nokkrum mínútum varð háfurinn eins og nýr. Ég gerði ekkert annað en að setja kókosolíuna í eldhúspappír (eða réttara sagt klósettpappír því eldhúspappírinn var búinn) og bera hana á. Erna vinkona prófaði líka hjá sér með sama góða árangri. Hún sagði að ég yrði að setja þetta á bloggið og nú geri ég það. Kókosolían er algjörlega málið!
Þetta snarvirkar, kærar þakkir fyrir þetta frábæra ráð! x
Mér er sagt að barnaolia (Johnson) virki eins
prófað og staðfest (B I N G O) 🙂
Bræðirðu hana áður?
Nei, ég bræddi kókosolíuna ekki. Opnaði bara krukkuna og bar hana á 🙂
>
Er ekki rétt þá að olían dragi í sig skít þannig að þetta verði mun skítugra en áður? Sé bara tïmabundið fix? Hef ekki þorað að prufa en væri gaman að heyra hvernig þetta fer hjæ þér 🙂
Ég á ekki von á því úr þessu. Það eru nokkrar vikur liðnar og hann er ennþá eins og nýr 🙂 Kem með uppfærslu ef það breytist!
Er þetta ekki bara fita sem ekki má snerta þá koma fingraför ???
Nei, það koma engin fingraför!
WD40 er best á stálið.
Þarf að prófa þetta!
Langar líka að benda þér á sítrónudropa. Öll tækin í mínu eldhúsi eru úr burstuðu stáli og eftir ‘venjulegan’ þvott þá þurrka ég yfir með bómull vættri í sítrónudropum. Ekki skemmir fyrir góða lyktin sem þeir skilja eftir sig og tækin glansa eins og ný.
Er alltaf í sömu vandræðum með háfinn hjá mér, er búin að prófa ýmislegt.
Snilld – prófa þetta!
Verð að prófa þetta! Takk fyrir gott ráð! 😀
Hvar kaupið þið kókosolíuna ? Ég bý ekki í RVK.
Þú ert life saver!! takk ❤
Var að prófa þetta ráð og þvílíkur munur,lifesaving 😉
Uppskriftirnar þínar eru hver annarri dásamlegri en þetta gjörsamlega bjargaði hjá mér geðheilsunni – ég var orðin svo dauðleið á að reyna þetta. Takk!
Takk fyrir þetta snilldarráð. Háfurinn sem nýr.