Gott ráð!

Gott ráð!

Ég hef verið í vandræðum með að þrífa háfinn yfir eldavélinni hjá mér frá upphafi. Það var sama hvaða efni ég notaði, hann var alltaf skýjaður. Því meira sem ég þreif hann, því ljótari varð hann. Að lokum gafst ég upp.

Gott ráð!

Það var svo nýlega að ég las á einhverri amerískri síðu að besta leiðin til að þrífa stálvörur í eldhúsi væri með kókosolíu. Ég hafði ekki nokkra trú á að það myndi virka en þegar ég var í búðinni um daginn og rak augun í kókosolíu í hillunni ákvað ég að slá til. Ég hafði jú engu að tapa. Ég ætlaði ekki að trúa því en á nokkrum mínútum varð háfurinn eins og nýr. Ég gerði ekkert annað en að setja kókosolíuna í eldhúspappír (eða réttara sagt klósettpappír því eldhúspappírinn var búinn) og bera hana á. Erna vinkona prófaði líka hjá sér með sama góða árangri. Hún sagði að ég yrði að setja þetta á bloggið og nú geri ég það. Kókosolían er algjörlega málið!

Gott ráð!

18 athugasemdir á “Gott ráð!

  1. Er ekki rétt þá að olían dragi í sig skít þannig að þetta verði mun skítugra en áður? Sé bara tïmabundið fix? Hef ekki þorað að prufa en væri gaman að heyra hvernig þetta fer hjæ þér 🙂

  2. Þarf að prófa þetta!
    Langar líka að benda þér á sítrónudropa. Öll tækin í mínu eldhúsi eru úr burstuðu stáli og eftir ‘venjulegan’ þvott þá þurrka ég yfir með bómull vættri í sítrónudropum. Ekki skemmir fyrir góða lyktin sem þeir skilja eftir sig og tækin glansa eins og ný.

  3. Er alltaf í sömu vandræðum með háfinn hjá mér, er búin að prófa ýmislegt.
    Snilld – prófa þetta!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s