Mikið er æðislegt að fá svona góða daga með sól og blíðu. Það lifnar allt við. Við kældum okkur niður í dag með æðislegum drykk sem ég hef gert nokkrum sinnum í sumar og alltaf hlotið mikið lof fyrir. Það er því tími til kominn að setja uppskriftina inn til að fleiri geti notið hennar.
Þessi frosni hindberjadrykkur er ferskur, svalandi og dásamlega góður. Krakkarnir hreinlega elska hann. Djúsinn sem ég nota, Sunquick Pink Guava & Strawberry, er í algjöru uppáhaldi hjá strákunum og þegar þeir fá að gera vel við sig verður hann fyrir valinu. Hér fer djúsinn svo vel með hindberjunum og sítrónan setur punktinn yfir i-ið. Þetta verður ekki einfaldara, öllu er hrúgað í blandarann og hann látinn ganga í smá stund. Útkoman verður hálfgert ískrap sem er fallegt í glasi og dásamlegt á bragðið.
Frosinn hindberjadrykkur (fyrir 3-4)
- 200 g ís (ekki mjúkís)
- 2,5-3 dl mjólk
- 200 g frosin hindber
- 2 tsk ferskur sítrónusafi
- 4 msk Sunquick Pink Guava & Strawberry
Setjið öll hráefnin í blandara og látið ganga þar til blandan er slétt og mjúk.
Sæl
Hvar fæst þessi djús?
Èg held að hann fáist í öllum helstu matvöruverslunum, t.d. í Hagkaup.
>
Sæl, þegar þús segir ís…..meinarðu þá t.d. vanilluís eða áttu við ísmola?
Èg meina vanilluís 🙂
>