Gleðileg jól

Gleðilega hátíð kæru lesendur. Bloggið fór óvænt í smá jólafrí vegna veikinda og anna fyrir jól og síðan datt ég í heimsins mesta letikast yfir jólin og fór bara úr náttfötunum rétt til að mæta í jólaboð. Annars hef ég bara legið í sófanum og lesið á milli þess sem ég hef borðað jólamat og súkkulaði. Ég áttaði mig á því í dag að ég hef ekki einu sinni kveikt á sjónvarpinu öll jólin (það hefur samt verið í stöðugri Playstation notkun hjá strákunum). Ég hef þó verið nokkuð öflug á Instastories yfir jólin, eins og kannski einhverjir hafa orðið varir við.

Jólin voru í einu orði sagt yndisleg. Ég eldaði tvo hamborgarahryggi á aðfangadag sem við borðuðum í þrjá daga en í gærkvöldi fengum við nóg og drógum fram osta og rauðvín í kvöldmatinn. Krakkarnir voru í jólaboði og við vorum bara tvö heima þannig að það var upplagt að sleppa eldamennskunni. Þegar ég segist vera með osta og rauðvín í kvöldmatinn fæ ég stundum spurningar um hvort ég fái mér bara osta í kvöldmat. Stundum höfum við skinkur og salami eða annað plokk með en mín vegna má sleppa því. Við höfum þó oftast snittubrauð eða kex og einhverja góða sultu með. Ég er botnlaus þegar kemur að ostum og þegar við erum bara tvö í mat þá höfum við oftar en ekki osta eða sushi í matinn. Nýjasta æðið er salami með sterka sinnepinu sem er á myndinni og primadonna (skellt í hálfgerða samloku með sinnepinu á milli). Það er brjálæðislega góð blanda.

Það er hefð hjá okkur að vera með möndlugrautinn í hádeginu á aðfangadag. Gunnar er nánast ósigrandi þegar kemur að möndlugjöfum (og bingói, hann mokar alltaf til sín vinningum þar) og í ár ákvað Malín að prófa að stela sætinu við eldhúsborðið af honum, ef ske kynni að lukkan fylgdi því. Það virkaði og Malín fékk loksins möndluna. Mig grunar að það verði barist harkalega um þennan lukkustól um næstu jól…

Ég er í löngu jólafríi þetta árið sem ég ætla að njóta til hins ýtrasta. Við erum farin að huga að áramótamatnum en ég ætla að hvíla kalkúninn þetta árið. Planið er að hafa humar í forrétt og nautalund í aðalrétt. Ég hlakka til!

Ég ætla að slá botninn í þetta í bili og enda á uppskriftinni að jólaísnum okkar. Ég sýndi á Instastories hversu einfalt er að gera ísinn en það tekur grínlaust 5 mínútur að græja hann. Þessi ís er svo mjúkur og góður og það er hægt að bragðbæta hann hvernig sem er. Við vorum líka með súkkulaðimús (Gunnar óskar alltaf eftir súkkulaðimús þegar eitthvað stendur til) og þessi blanda fer svakalega vel saman á eftirréttaborðinu.

Bismark ís

  • 5 dl rjómi
  • 1 dós sæt niðursoðin mjólk
  • 1 poki bismark brjóstsykur (mulinn í matvinnsluvél eða með kökukefli/buffhamri)

Rjóminn er þeyttur þar til hann byrjar að mynda mjúka toppa. Hrærið áfram á lágum hraða og bætið niðursoðnu mjólkinni út í í mjórri bunu. Blandið vel saman. Hrærið brjóstsykrinum saman við og frystið í minnst 6 klukkutíma.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ísÉg hef eytt helginni í Fífunni þar sem við strákarnir áttum sjoppuvakt. Fótboltalífið er skemmtilegt en að mæta kl. 7.25 á sunnudagsmorgni þykir mér… hmmm….minna skemmtilegt. Ég er svo stolt af strákunum mínum sem rifu sig á fætur, unnu með bros á vör og þegar vaktinni lauk á hádegi buðust þeir til að vera áfram og hjálpa til því það var svo mikið að gera. Dugnaðarforkar!

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Þegar við komum heim eftir vaktina okkar í gærkvöldi grilluðum við æðislega hamborgara sem ég ætla að gefa uppskrift af fljótlega. Í eftirrétt grilluðum við síðan banana með súkkulaði sem hurfu ofan í strákana. Frábær grillréttur sem bæði er einfaldur og hægt að undirbúa áður en matargestir koma.  Við gerðum ráð fyrir einum banana á mann og ég held að það sé passlegt. Þessir strákar okkar virðast þó botnlausir og hefðu eflaust getað torgað fimm stykkjum hver. Einn banani, með þremur ískúlum yfir þykir mér þó vera mjög passlegur skammtur sem gott er að miða við.

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

  • bananar
  • Nusica súkkulaðismjör
  • vanilluís
  • digistive kex

Takið bananann úr hýðinu og skerið rauf eftir honum endilöngum. Fyllið raufina með Nusica súkkulaðismjöri. Rífið álpappír í ca 30 x 30 cm og spreyið með PAM. Setjið bananann í miðjuna, lyftið hliðunum á álpappírnum upp og brjótið hann saman efst (skiljið eftir loft fyrir ofan bananann fyrir gufuna). Brjótið hliðarnar saman. Grillið við miðlungsháan hita í um 10 mínútur, eða þar til bananinn er mjúkur og súkkulaðið bráðnað. Á meðan er Digistive kex mulið.Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Grillaðir bananar með súkkulaði og ís

Fjarlægið bananann úr álpappírnum og setjið á disk. Setjið ískúlur yfir bananann og dreifið muldu Digistive kexi yfir. Berið strax fram.

Grillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósu

Grillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósuÞað virðist fylgja sumrinu að ískaup aukast á heimilinu og veðrið virðist ekki hafa nein áhrif á það. Það er bara eitthvað svo ferskt og svalandi við ísskál eftir matinn eða yfir sjónvarpinu. Ég hef áður gefið uppskrift af súkkulaðisósu sem er æðisleg með ís (þú finnur hana hér) en þessi er einfaldari, með færri hráefnum og svo sannarlega ekki síðri. Grillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósuÞetta er ekki flókið enda er það einfalda oft það besta. Ferskur ananas er skorinn í sneiðar og grillaður. Nusco heslihnetu- og súkkulaðismjör er hitað í potti með nokkrum matskeiðum af rjóma eða mjólk (ég nota bara það sem ég á að hverju sinni) og síðan er veislan fullkomuð með góðum ís. Það verður enginn svikinn af þessu!Grillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósuGrillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósuGrillaður ananas með vanilluís og dásamlegri súkkulaðisósu

  • ferskur ananas
  • góður ís
  • 1/2 krukka Nusco heslihnetu- og súkkulaðismjör
  • nokkrar matskeiðar rjómi eða mjólk

Skerið ananasinn í sneiðar og grillið á báðum hliðum. Hitið Nusco heslihnetu- og súkkulaðismjör í potti með nokkrum matskeiðum af rjóma eða mjólk, þar til réttri þykkt er náð. Berið grillaðan ananasinn fram með góðum ís og heitri súkkulaðisósunni.

grillaðurananas14

Frosinn hindberjadrykkur

Frosinn hindberjadrykkurMikið er æðislegt að fá svona góða daga með sól og blíðu. Það lifnar allt við. Við kældum okkur niður í dag með æðislegum drykk sem ég hef gert nokkrum sinnum í sumar og alltaf hlotið mikið lof fyrir. Það er því tími til kominn að setja uppskriftina inn til að fleiri geti notið hennar.

Þessi frosni hindberjadrykkur er ferskur, svalandi og dásamlega góður. Krakkarnir hreinlega elska hann. Djúsinn sem ég nota, Sunquick Pink Guava & Strawberry, er í algjöru uppáhaldi hjá strákunum og þegar þeir fá að gera vel við sig verður hann fyrir valinu. Hér fer djúsinn svo vel með hindberjunum og sítrónan setur punktinn yfir i-ið. Þetta verður ekki einfaldara, öllu er hrúgað í blandarann og hann látinn ganga í smá stund. Útkoman verður hálfgert ískrap sem er fallegt í glasi og dásamlegt á bragðið.

Frosinn hindberjadrykkurFrosinn hindberjadrykkurFrosinn hindberjadrykkurFrosinn hindberjadrykkur Frosinn hindberjadrykkur (fyrir 3-4)

  • 200 g ís (ekki mjúkís)
  • 2,5-3 dl mjólk
  • 200 g frosin hindber
  • 2 tsk ferskur sítrónusafi
  • 4 msk Sunquick Pink Guava & Strawberry

Setjið öll hráefnin í blandara og látið ganga þar til blandan er slétt og mjúk.

Ísbaka með bourbon karamellu.

Ísbaka með bourbon karamellu

Við höfum undanfarin ár boðið gestum hingað til okkar um áramót í kalkún. Ég geri alltaf tvenna eftirrétti fyrir þetta síðasta kvöld ársins. Annar eftirrétturinn er alltaf marensrúlla með ástaraldin, sem allir elska og má alls ekki sleppa,  en hinn eftirrétturinn er breytilegur og mér þykir alltaf gaman að velja hann og  prófa nýtt.

Ísbaka með bourbon karamellu

Í ár varð þessi ísbaka með bourbon karamellukremi fyrir valinu. Uppskriftin kemur frá engri annarri en Nigellu og eins og flestar uppskriftir sem ég hef gert frá henni var hún óendanlega góð. Börnin litu ekki við henni eftir að þau heyrðu að það væri kaffi í ísnum og whiskey í karamellusósunni en við fullorðna fólkið gátum ekki hætt að borða hana og fögnuðum því að hafa bökuna fyrir okkur.

Það er ekki vínbragð af karamellunni heldur gefur bourbonið henni einungis góðan keim. Ísinn er keyptur og ég valdi að nota cappucino-karamelluís Fabrikkunnar (fæst m.a. í Bónus) sem okkur fannst mjög góður.

Þessi ísbaka var stórkostlega góð og við höfum ekki getað hætt að hugsa um hana. Ég mun klárlega endurtaka leikinn við fyrsta mögulega tækifæri. Eins og svo oft áður fannst mér mikill kostur að geta útbúið hana með góðum fyrirvara og því er hún frábær eftirréttur fyrir matarboð.

Ísbaka með bourbon karamellu

Ísbaka með bourbon karamellu

Skel:

  • 375 g digestive kex
  • 75 g mjúkt smjör
  • 50 g dökkt súkkulaði
  • 50 g rjómasúkkulaði

Fylling:

  • 1 líter kaffiís

Toppur:

  • 300 g síróp (Lyle´s golden syrup)
  • 100 g ljós muscovado sykur (ég notaði 35 g ljósan púðursykur og 65 g venjulegan púðursykur)
  • 75 g smjör
  • 1/4 tsk maldon salt
  • 2 msk bourbon (ég notaði 1 msk)
  • 125 ml rjómi

Setjið hráefnin í skelina í matvinnsluvél og vinnið saman. Þrýstið deginu í botn og meðfram hliðum á bökumóti. Reynið að hafa hliðarnar háar, helst aðeins upp fyrir kanntinn á mótinu. Frystið í um klukkutíma til að botninn verði alveg harður.

Ísbaka með bourbon karamellu

Látið ísinn mýkjast í ískáp þar til hægt er að breiða honum í skelina. Passið að mýkja hann ekki of mikið, hann á ekki að bráðna. Breiðið ísnum í harða skelina. Setjið plastfilmu yfir og frystið.

Ísbaka með bourbon karamelluÍsbaka með bourbon karamellu

Setjið smjör, síróp, salt og sykur í pott og látið bráðna yfir miðlungshita. Hækkið hitann og sjóðið í 5 mínútur. Takið pottinn af hitanum, bætið  bourbon í hann (það mun krauma í blöndunni við þetta). Bætið rjómanum í pottinn og hrærið öllu vel saman.

Látið karamelluna kólna áður en hún er sett yfir ísinn. Þegar karamellan hefur kólnað er henni hellt yfir ísinn þannig að hún hylji hann og að því loknu er bakan sett aftur í frystinn. Þegar karamellan er frosin er plastfilma sett yfir og geymt þannig í frystinum þar til bakan er borin fram.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Ég lofaði í gær að setja inn uppskrift að þessari dásamlegu böku sem ég bauð upp á í afmælisveislu strákanna í dag. Þetta er ein af þeim uppskriftum sem mér þykir mikill fjársjóður að eiga. Ekki bara er einfalt að útbúa bökuna og hægt að gera hana með góðum fyrirvara heldur er hún líka alveg stórkostlega góð.

Við héldum afmælisveislu strákana í dag og þeir vildu bjóða fjölskyldunni í súpu og kökur í hádeginu. Það kom mér ekki á óvart að þeir vildu hafa  Mexíkóska kjúklingasúpu því hún er í miklu uppáhaldi hjá þeim. Í eftirrétt vildu þeir fá að skreyta venjulega skúffuköku og síðan bakaði ég silvíuköku, möndluköku og síðast en ekki síst þessa frosnu bismarkböku með marshmellowkremi.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Ég hef bakað þessa frosnu bismarkböku nokkrum sinnum áður og hún slær alltaf í gegn. Í fyrra vorum við með hana í eftirrétt um áramótin sem vakti mikla lukku. Bakan er sæt en jafnframt fersk og passar því vel eftir mikla máltíð. Þar að auki þykir mér frábært að vera með eftirrétt sem hægt er að útbúa með góðum fyrirvara þegar mikið stendur til í eldhúsinu, eins og svo oft vill vera um áramótin.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Ef þið eruð að leita að eftirrétti fyrir áramótin þá er þessi kaka mín tillaga. Það má gera hana strax í dag og geyma í frystinum þar til hún verður borin fram. Uppskriftin kemur úr sænskri matreiðslubók, Vinterns söta.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Botn:

  • 20 súkkulaðikexkökur, t.d. Maryland
  • 2 msk kakó
  • 25 g brætt smjör

Bismarkkrem

  • 5 dl rjómi
  • 1 dós marshmalowkrem (fæst t.d. í Hagkaup, sjá mynd)
  • Nokkrir dropar af piparmintudropum
  • nokkrir dropar af rauðum matarlit
  • 1 dl bismarkbrjóstyskur + nokkrir til skrauts

Súkkulaðisósa:

  • 125 g dökkt súkkulaði
  • 75 g smjör
  • ½ dl sykur
  • ½ dl sýróp
  • ½ dl vatn
  • smá salt

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Setjið kex, kakó og brætt smjör í matvinnsluvél og vinnið saman. Þrýstið blöndunni í smelluform með lausum botni (það getur verið gott að klæða það fyrst með smjörpappír) og setjið í frysti.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Þeytið rjómann og blandið marshmallowkreminu varlega saman við. Passið að hræra marshmallowkreminu ekki of vel saman við rjómann, það á að vera í litlum klessum í rjómanum. Hrærið nokkrum dropum af piparmintudropum saman við (smakkið til, mér þykir passlegt að nota ca 1 tsk.).  Setjið um þriðjung af kreminu í aðra skál og leggið til hliðar.

Myljið bismarkbrjóstsykurinn í mortéli og blandið honum saman við stærri hluta kremsins. Takið kökubotninn úr frystinum og breiðið kreminu með bismarkbrjóstsykrinum yfir hann.  Hrærið nokkrum dropum af rauðum matarlit saman við kremið sem var lagt til hliðar og breiðið það yfir hvíta bismarkkremið. Notið hníf til að mynda óreglulega áferð í kremið.

Frystið kökuna í að minnsta kosti 5 klukkutíma. Takið hana úr frystinum 10-15 mínútum áður en það á að bera hana fram. Skreytið með bismarkbrjóstsykri.

Setjið öll hráefnin í súkkulaðisósuna í pott. Látið suðuna koma upp við vægan hita og hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað. Látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk og glansandi.

Berið sósuna fram heita eða kalda með kökunni.

Frosin bismarkbaka með marshmellowkremi

Bismark ís

Bismark ísGleðileg jól kæru lesendur. Ég vona að þið hafið átt góð jól með góðum mat og í góðum félagsskap.

Síðustu dagar fyrir jól voru ekki verið eins og við hefðum kosið þar sem Gunnar veiktist og  hefur legið fárveikur síðan á fimmtudag. Ekki það skemmtilegasta rétt fyrir jól. Í morgun vaknaði hann þó öllu hressari, enda búinn að vera á sýklalyfjum í fjóra daga og fyrir löngu kominn með nóg af ástandinu.

Hefðinni samkvæmt var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Gunnar var lystarlaus og fékk tvær skeiðar af grautnum á diskinn sinn, bara til að vera með. Heppnin var þó með honum og hann fékk möndluna. Mér fannst hún ekki geta farið á betri stað.

Bismark ís

Á Þorláksmessukvöldi setti Öggi upp nýtt ljós í borðstofunni. Mig hefur lengi langað í þetta ljós eftir danska arkitektinn Simon Karkov og mamma ákvað að gefa okkur það í jólagjöf. Það sem ég hafði hins vegar ekki áttað mig á er að ljósið kemur í 69 bútum sem þarf að pússla saman. Það má því segja að ljósið Norm 69 hafi verið jólapússlið í ár og líkt og önnur jól þá gat ég ekki hætt að pússla fyrr en því var lokið.

Bismark ís

Ég átti afmæli tveimur dögum fyrir jól og fékk svo ótrúlega fallegar gjafir. Meðal annars bættist í Marimekkoskálasafnið mitt frá Ittala, mamma gaf mér rauðu skálina og Svanhvít systir hvítu frostuðu skálina. Mér þykja þessar skálar svo æðislega fallegar og setti strax sörur og kókostoppa í þær. Ég verð að muna að setja inn uppskriftina að kókostoppunum því þeir eru æði!

Bismark ís

Enn fleiri Ittala vörur komu síðan úr jólapökkunum. Malín var svo sæt og var búin að kaupa handa okkur Kivi-stjaka. Ég átti nokkra stjaka fyrir og þessi fellur vel inn í safnið. Þess að auki fengum við tvenna túrkislitaða Kastehelmi stjaka og eina skál, bæði líka frá Ittala.

Bismark ís

Strákarnir voru búnir að útbúa æðislegar gjafir handa öllum. Jakob saumaði svuntu handa mér og sat eftir síðasta daginn í skólanum til að klára hana. Hann ætlaði að bródera Ljúfmeti og lekkerheit á hana en náði því ekki. Gunnar smíðaði skeið handa mér og brenndi í hana mamma á skaftið. Þeir bræddu mömmuhjartað með þessum gjöfum, litu karlarnir mínir. Öggi fékk skurðbretti frá Gunnari og kertastjaka frá Jakobi sem hann hafði skrifað Nolli undir, því honum þótti það nafn passa músinni svo vel.

Bismark ís

Gjöfin sem kom mér þó mest á óvart kom frá Ögga og krökkunum, nýr Iphone. Ég er heimsins versti símanotandi, týni símanum oft á dag og heyri aldrei í honum þegar hann hringir. Fjölskyldan bindur miklar vonir við breytta tíma með þessum glansandi flotta hvíta síma og ég hef þegar lofað að passa vel upp á hann. Full af spennu og tilhlökkun ákváðum við svo að koma honum í gang strax um kvöldið. Það fór þó svo að þegar Öggi ætlaði að setja hann upp fyrir mig þá passaði gamla simkortið ekki í hann. Eftir að hafa leitað ráða á netinu ákváðum við að sníða það til eftir kortinu úr símanum hans Ögga og láta síðan Global-hnífinn skera simkortið mitt til. Þetta fór þó ekki betur en svo að nú virka hvorugt kortið og við hjónin því bæði símalaus þar til verslanir opna á fimmtudaginn.

Bismark ís

Núna er víst ekki lengur til setunnar boðið þar sem við erum á leiðinni í jólaboð. Ég ætla að enda þetta ruglingslega innlegg með uppskrift að ís sem mér þykir bæði jólalegur og góður.

Bismark ís

  • 3 dl rjómi
  • 3 eggjarauður
  • 1 msk vanillusykur
  • 3 msk flórsykur
  • 2 dl mulinn bismarkbrjóstsykur

Skraut

  • grófmulinn bismarkbrjóstsykur

Myljið bismarkbrjóstsykurinn í smáa bita.

Hrærið eggjarauður og flórsykur saman í skál þar til blandan verður ljós og létt.

Stífþeytið rjóma og vanillusykur í annari skál. Hrærið stífþeyttum rjómanum saman við eggjarauðublönduna með sleif og bætið bismarkbrjóstsykrinum út í.

Setjið blönduna í form og frystið í amk 5 klst áður en ísinn er borinn fram. Skreytið með grófmuldum bismarkbrjóstsykri.

Bismark ís

Himneskur ís

Þessi ís er eitt best geymda leyndarmál heimilisins og alveg öruggt kort að spila út ef ég ætla að slá í gegn í eldhúsinu án þess að hafa mikið fyrir því. Ísinn fékk viðurnefnið himneski ísinn frá Ögga því hann kallar hann aldrei annað. Mér finnst heimatilbúinn ís oft eiga það til að verða of harður og erfiður viðureignar. Þessi ís er ekki þannig því þó hann sé nýkominn úr frystinum er léttilega hægt að skera hann eða gera ískúlu úr honum. Hann er yndislegur í alla staði og ég held hreinlega að þetta sé besti heimagerði ís sem ég hef smakkað.

Þegar við vorum með kveðjuboðið áður en Malín hélt til Svíþjóðar gerði ég þennan ís í eftirrétt. Malín elskar eftirrétti og kann gott að meta í þeim efnum. Hún var þó ekki ein um að kunna meta þennan ís því öllum þótti hann alveg æðislegur.

Það er ekki hægt að gera einfaldari ís en þennan og það tekur ekki nema nokkrar mínútur að útbúa hann. Þetta er eiginlega of gott til að vera satt.  Það þarf bara rjóma og niðursoðna sæta mjólk og síðan er hægt að bragðbæta ísinn eftir smekk. Þegar ég gerði hann fyrir kveðjuboðið átti ég súkkulaðidropa og 2 poka af m&m með hnetusmjöri sem ég setti út í og á síðustu stundu (algjör skyndiákvörðum sem kom þegar búið var að mynda innihaldið) ákvað ég að bæta líka hnetusmjöri í ísinn. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvað það var gott.

Ís

  • 5 dl rjómi
  • 1 dós niðursoðin sæt mjólk (ég keypti hana í Kosti)

Rjóminn er þeyttur þar til hann byrjar að mynda mjúka toppa. Hrærið áfram á lágum hraða og bætið niðursoðnu mjólkinni út í í mjórri bunu. Blandið vel saman. Bragðbætið eftir smekk og frystið í minnst 6 klukkutíma.