Gleðileg jól

Gleðilega hátíð kæru lesendur. Bloggið fór óvænt í smá jólafrí vegna veikinda og anna fyrir jól og síðan datt ég í heimsins mesta letikast yfir jólin og fór bara úr náttfötunum rétt til að mæta í jólaboð. Annars hef ég bara legið í sófanum og lesið á milli þess sem ég hef borðað jólamat og súkkulaði. Ég áttaði mig á því í dag að ég hef ekki einu sinni kveikt á sjónvarpinu öll jólin (það hefur samt verið í stöðugri Playstation notkun hjá strákunum). Ég hef þó verið nokkuð öflug á Instastories yfir jólin, eins og kannski einhverjir hafa orðið varir við.

Jólin voru í einu orði sagt yndisleg. Ég eldaði tvo hamborgarahryggi á aðfangadag sem við borðuðum í þrjá daga en í gærkvöldi fengum við nóg og drógum fram osta og rauðvín í kvöldmatinn. Krakkarnir voru í jólaboði og við vorum bara tvö heima þannig að það var upplagt að sleppa eldamennskunni. Þegar ég segist vera með osta og rauðvín í kvöldmatinn fæ ég stundum spurningar um hvort ég fái mér bara osta í kvöldmat. Stundum höfum við skinkur og salami eða annað plokk með en mín vegna má sleppa því. Við höfum þó oftast snittubrauð eða kex og einhverja góða sultu með. Ég er botnlaus þegar kemur að ostum og þegar við erum bara tvö í mat þá höfum við oftar en ekki osta eða sushi í matinn. Nýjasta æðið er salami með sterka sinnepinu sem er á myndinni og primadonna (skellt í hálfgerða samloku með sinnepinu á milli). Það er brjálæðislega góð blanda.

Það er hefð hjá okkur að vera með möndlugrautinn í hádeginu á aðfangadag. Gunnar er nánast ósigrandi þegar kemur að möndlugjöfum (og bingói, hann mokar alltaf til sín vinningum þar) og í ár ákvað Malín að prófa að stela sætinu við eldhúsborðið af honum, ef ske kynni að lukkan fylgdi því. Það virkaði og Malín fékk loksins möndluna. Mig grunar að það verði barist harkalega um þennan lukkustól um næstu jól…

Ég er í löngu jólafríi þetta árið sem ég ætla að njóta til hins ýtrasta. Við erum farin að huga að áramótamatnum en ég ætla að hvíla kalkúninn þetta árið. Planið er að hafa humar í forrétt og nautalund í aðalrétt. Ég hlakka til!

Ég ætla að slá botninn í þetta í bili og enda á uppskriftinni að jólaísnum okkar. Ég sýndi á Instastories hversu einfalt er að gera ísinn en það tekur grínlaust 5 mínútur að græja hann. Þessi ís er svo mjúkur og góður og það er hægt að bragðbæta hann hvernig sem er. Við vorum líka með súkkulaðimús (Gunnar óskar alltaf eftir súkkulaðimús þegar eitthvað stendur til) og þessi blanda fer svakalega vel saman á eftirréttaborðinu.

Bismark ís

  • 5 dl rjómi
  • 1 dós sæt niðursoðin mjólk
  • 1 poki bismark brjóstsykur (mulinn í matvinnsluvél eða með kökukefli/buffhamri)

Rjóminn er þeyttur þar til hann byrjar að mynda mjúka toppa. Hrærið áfram á lágum hraða og bætið niðursoðnu mjólkinni út í í mjórri bunu. Blandið vel saman. Hrærið brjóstsykrinum saman við og frystið í minnst 6 klukkutíma.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s