Salamisalat

SalamisalatÉg er mjög hrifin af hrökkbrauði, og reyndar öllu brauði ef út í það er farið en hrökkbrauðið er það brauð sem ég borða mest af. Finn Crisp með eggjahræru og jurtasalti fæ ég seint leið á og hef borðað í hverri viku í ár og aldir, en best þykir mér þó þetta hrökkbrauð sem ég hef ekki undan að baka því ég klára það svo fljótt. Mér þykir það æðislega gott og borða það oftast með avókadó og jurtasalti (namm) eða þessu feta- og sítrónumauki þegar ég á það til (brjálæðislega gott!). Það er skrýtið að mér dytti aldrei í hug að setja eggjahræru á heimagerða hrökkbrauðið mitt, hún fer bara á Finn Crisp. Stundum kaupi ég Wasa Sport hrökkbrauð en þá set ég smjör, soðið egg sem er á milli þess að vera lin- og harðsoðið og gúrku ofan á það. Það er eins og hver hrökkbrauðstegund eigi sitt álegg, hálf galið.Salamisalat

Ég prófaði um daginn að gera salamihræru sem hristi verulega upp í hlutunum og var skemmtileg tilbreyting á hrökkbrauðið. Mér þykir hún meira að segja passa á allar tegundir hrökkbrauða sem og á venjulegt brauð. Þetta er brjálæðislega einfalt og mjög gott. Fersk gúrkan fer vel með söltu salamipylsunni en er þó ekki nauðsynleg. Setjið hana samt á, hún setur svolítið punktinn yfir i-ið.

Salamisalat

  • 100 g salami
  • 1/2 dl majónes
  • 1 dl philadelphiaostur

Fínhakkið salami. Hrærið majónesi og philadelphiaosti saman þar til blandan er slétt. Hrærið salami saman við.

Salamisalat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s