Föstudagskvöld og góð ídýfa

Föstudagskvöld og góð ídýfaÞá er besta kvöld vikunnar enn og aftur runnið upp. Ég dundaði mér í sumarfríinu við að prjóna vettlinga, fyrst fyrir mig en þá langaði Malínu líka í þannig að ég prjónaði aðra fyrir hana. Þá langaði Gunnari líka í vettlinga og ég byrjaði að prjóna fyrir hann en lagði þá frá mér áður en ég kláraði og í prjónakörfunni hafa þeir legið síðan. Nú er hins vegar farið að kólna svo í veðri að verkefni kvöldsins er að klára vettlingana þannig að hann geti farið að nota þá.

Föstudagskvöld og góð ídýfa Föstudagskvöld og góð ídýfa Föstudagskvöld og góð ídýfa Föstudagskvöld og góð ídýfa

Sjónvarpssnarlið í kvöld er einfalt og gott. Avokadó er stappað í botn á skál, sýrður rjómi settur yfir og að lokum salsasósa yfir allt. Borið fram með nachos (helst svörtu Doritos). Súpergott!

Föstudagskvöld og góð ídýfa

Eigið gott föstudagskvöld 

1 athugasemd á “Föstudagskvöld og góð ídýfa

Færðu inn athugasemd