Þá er besta kvöld vikunnar enn og aftur runnið upp. Ég dundaði mér í sumarfríinu við að prjóna vettlinga, fyrst fyrir mig en þá langaði Malínu líka í þannig að ég prjónaði aðra fyrir hana. Þá langaði Gunnari líka í vettlinga og ég byrjaði að prjóna fyrir hann en lagði þá frá mér áður en ég kláraði og í prjónakörfunni hafa þeir legið síðan. Nú er hins vegar farið að kólna svo í veðri að verkefni kvöldsins er að klára vettlingana þannig að hann geti farið að nota þá.
Sjónvarpssnarlið í kvöld er einfalt og gott. Avokadó er stappað í botn á skál, sýrður rjómi settur yfir og að lokum salsasósa yfir allt. Borið fram með nachos (helst svörtu Doritos). Súpergott!
Eigið gott föstudagskvöld ♥
En fallegir vettlingar! Mætti ég spyrja hvaðan uppskriftin af þeim kemur og úr hvaða garni þú prjónar þá?