Einfalt hvítlauksbrauð

Einfalt hvítlauksbrauð

Ég hef eflaust sagt frá því áður að ég er áskrifandi af Bon Appétit. Áskriftin hefur vissulega veitt mér margar ánægjustundir en einhverja hluta vegna hef ég ekki verið nógu duglega að nýta mér uppskriftirnar. Það var svo um daginn að ég var með pastarétt í matinn og mundi þá eftir að ég hafði séð spennandi uppskrift af hvítlauksbrauði kvöldið áður í Bon Appétit blaði. Þetta er hálfgerð svindluppskrift því brauðið er keypt tilbúið og poppað upp með parmesan, kryddjurtum og smjörsteiktum hvítlauki. Himnesk blanda!

Einfalt hvítlauksbrauðEinfalt hvítlauksbrauðEinfalt hvítlauksbrauðEinfalt hvítlauksbrauðEinfalt hvítlauksbrauð – uppskrift úr Bon Appétit

  • 1 heill hvítlaukur
  • 1/2 bolli ósaltað smjör
  • 1 bolli rifin parmesan ostur
  • 2 tsk hakkað oregano
  • 1 tsk rifið sítrónuhýði
  • 1/2 tsk rauðar piparflögur (crushed red pepper flakes)
  • salt
  • Baquette

Bræðið smjörið í potti og bætið hvítlauksrifunum heilum en afhýddum í pottinn. Látið sjóða við miðlungsháan hita þar til hvítlaukurinn hefur fengið gylltan lit og mjúka áferð, það tekur um 15-20 mínútur. Passið að hafa hitann ekki of háan. Setjið hvítlaukinn ásamt smjörinu í skál og látið kólna.

Bætið parmesan, oregano, sítrónuhýði og piparflögum í skálina með hvítlauknum/smjörinu og stappið saman í mauk. Smakkið til með salti.

Hitið grillið á bökunarofninum. Skerið baguetta í tvennt eftir því endilöngu og síðan í þvert (þannig að það sé í passlegri stærð fyrir hvern og einn). Setjið álpappír á bökunarplötu og raðið baguette sniðunum á plötuna með sárið niður (skorpuna upp). Setjið í ofninn í um 2 mínútur, eða þar til skorpan hefur fengið gylltan lit. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins. Snúið brauðinu þá við, smyrjið hvítlauksmaukinu yfir og setjið aftur í ofninn þar til osturinn er gyllur, um 2 mínútur.

 

2 athugasemdir á “Einfalt hvítlauksbrauð

  1. Ég var eimmitt að gera pastaréttinn um daginn og ég googlaði aftur og fram til að finna eitthvað svipað hvítlauksbrauð, fannt thað svo girnilegt á myndunum 🙂 Ég fann ekkerst svo ég er sko rosa gløð að sjá thessa uppskrift hérna 🙂 Hlakka til að prufa í kvøld 😀

  2. Hæ það eru svo margar góðar uppskriftir hér sem manni langar að merkja við sem áhugavert og til að leita uppi seinna, er einhver svoleiðis möguleiki í boði?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s