Kjúklinganaggar

KjúklinganaggarMér hefur alltaf þótt kjúklinganaggar vera hálfgerður krakkamatur. Þeir eru á barnamatseðlum, bornir fram með tómatsósu og frönskum kartöflum og krakkarnir elska þá. Mér þykja þeir mjög góðir en þeir eru þó sjaldan mitt fyrsta val þegar kemur að kvöldmat. Um daginn rakst ég síðan á uppskrift af kjúklinganöggum á Pinterest sem ég ákvað að gera fyrir krakkana. Maður er jú alltaf að reyna að slá í gegn hjá þeim. Uppskriftinni breytti ég lítillega og skrifaði hana hjá mér, sem betur ferð því þeir heppnuðust frábærlega. Krakkarnir elskuðu naggana og við fullorðna fólkið líka. Frábær föstudagsmatur sem hægt er að bera fram með frönskum, salati, í tortillavefjum… möguleikarnir eru endalausir!

Kjúklinganaggar

Kjúklinganaggar

 • 1/2 bolli bragðdauf olía
 • 900 g kjúklingabringur, skornar í bita
 • salt og pipar
 • 5 dl panko (japanskur brauðraspur, ýmist í sömu hillu og venjulegur raspur eða í asísku deildinni)
 • 1 ½ dl ferskrifinn parmesan
 • 2 tsk hvítlaukskrydd
 • 1 tsk reykt paprikukrydd
 • 3 dl hveiti
 • 3 egg, hrærð

Hitið olíuna við miðlungsháan hita í djúpri pönnu. Kryddið kjúklingabitana með salti og pipar. Blandið saman panko, parmesan, hvítlaukskryddi, reyktu paprikukryddi, salti og pipar. Leggið til hliðar. Setjið hveiti í skál og leggið til hliðar. Hrærið egg í skál og leggið til hliðar. Veltið nú kjúklingabitunum fyrst upp úr hveiti, dýfið þeim síðan í eggjahræruna og veltið svo upp úr pankoblöndunni. Setjið kjúklingabitana þar eftir á pönnuna, 5-6 bita í einu, og djúpsteikið þar til gylltir og stökkir (tekur um 3-4 mínútur). Þegar kjúklingabitarnir eru teknir upp úr olíunni eru þeir lagðir á eldhúspappír. Berið strax fram.

KjúklinganaggarKjúklinganaggarKjúklinganaggarKjúklinganaggar

3 athugasemdir á “Kjúklinganaggar

 1. Prófaði þessa frábæru nagga á sunnud og VÁ slógu heldur betur í gegn hjá fjölskyldunni 🙂
  Munum vera með þessa alveg pottþétt aftur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s