Kaldhefaðir kanilsnúðar

Kaldhefaðir kanilsnúðarÞegar Malín átti afmæli í byrjun maí vöktum við hana, líkt og hefðin gerir ráð fyrir, með afmælissöng og morgunverði í rúmið. Það beið síðan eitt og annað á morgunverðarborðinu frammi en allra vinsælastir voru nýbökuðu kanilsnúðar sem höfðu fengið að hefast í ísskáp yfir nóttina.

Kaldhefaðir kanilsnúðarKaldhefaðir kanilsnúðar

Þetta er algjör lúxusuppskrift því það þarf ekkert annað að gera um morguninn en að setja ofnskúffuna inn í heitan bakaraofninn og bíða eftir að bökunarlyktin fylli húsið. Hálftíma síðar eru nýbakaðir kanilsnúðar komnir á borðið sem þú getur annað hvort smurt með Nutella, gert glassúr eða einfaldlega sigtað flórsykur yfir áður en þeir eru bornir fram. Dásamlega ljúffengt!Kaldhefaðir kanilsnúðar

Kaldhefaðir kanilsnúðar – örlítið breytt uppskrift frá Bakverk och fikastunder

  • 25 g ferskt ger
  • 2 dl köld mjólk
  • 1 egg
  • 0,5 dl sykur
  • smá salt
  • um 6 dl hveiti
  • 75 g smjör við stofuhita
  • egg (til að pensla snúðana með)

Leysið gerið upp í mjólkinni og látið blandast vel. Hrærið upp eggið og hrærið því út í gerblönduna. Hrærið sykri og salti saman við. Hrærið um 4 dl af hveiti saman við, bætið smjörinu út í og síðan restinni af hveitinu. Hnoðið deigið þar til það er jafnt og kekkjalaust. Fletjið deigið út og smyrjið fyllingunni (uppskrift hér fyrir neðan) yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í 15 sneiðar. Klæðið skúffukökuform (um 22×32 cm) með bökunarpappír og raðið snúðunum í það. Leggið viskastykki yfir og látið standa í ísskáp yfir nóttu. Takið úr ísskápnum um morguninn, penslið snúðana með upphrærðu eggi (hér má líka strá perlusykri yfir) og bakið í 200° heitum ofni í 22-25 mínútur.

Fylling

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 3 msk kanil
  • 1,5 dl sykur

Hrærið öllu saman.

Kaldhefaðir kanilsnúðarKaldhefaðir kanilsnúðarKaldhefaðir kanilsnúðar

 

4 athugasemdir á “Kaldhefaðir kanilsnúðar

  1. Ég dýrka þessa og allt mitt heimilisfólk. Hef bakað þá þrisvar, algjör snilld að græja um kvöldið og geta stungið í ofninn um hádegið. En þeir eru ekki á uppskriftalistanum á síðunni hjá þér. Ég þarf alltaf að gúggla „kaldhefaðir kanilsnúðar“ til að fá uppskriftina. Fer rosa oft inn á síðuna hjá þér og margir réttir sem er búið að taka inn í kvöldmatarrúlluna okkar 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s