Mjúk appelsínukaka

Mjúk appelsínukaka

Eftir annasömustu viku í langann tíma og alveg svakalega byrjun á helginni þá langar mig að gera alveg ofboðslega lítið í dag. Nýta þetta fallega veður í góðann göngutúr, baka köku með kaffinu og eyða kvöldinu í náttfötum í sjónvarpssófanum horfandi á The Good Wife.

Mjúk appelsínukaka

Ef það eru fleiri en ég í bökunarhugleiðingum þá er ég með uppskrift af æðislegri appelssínuköku sem allir kunnu að meta hér á bæ. Yfir kökuna bræddi ég einfaldlega suðusúkkulaði sem fór vel með appelsínubragðinu en það má líka bara sigta flórsykur yfir hana eða gera glassúr úr flórsykri og ferskum appelsínusafa.

Mjúk appelsínukaka

Mjúk appelsínukaka

  • 1 ½ bolli hveiti
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ½ bolli sykur
  • 2 egg
  • 3 msk mjólk
  • ¾ bolli nýkreistur appelsínusafi (u.þ.b. 3 appelsínur)
  • ½ bolli olía (ekki ólífuolía)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 5-6 msk fínrifið appelsínuhýði (u.þ.b. 3 appelsínur)
  • Smá salt

Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform vel.

Sigtið saman þurrefnin í skál og blandið þeim saman.

Hrærið egg, mjólk, appelsínusafa, olíu, appelsínuhýði og vanilludropa saman í annari skál. Blandið þurrefnunum varlega saman við í skömmtum og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Passið að hræra ekki deigið of lengi. Setjið deigið í smurt kökuformið og bakið í 30-40 mínútur, eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp.

2 athugasemdir á “Mjúk appelsínukaka

Færðu inn athugasemd við Bragi Bergsson Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s