Súkkulaðiformkaka með súkkulaðikremi

Súkkulaðiformkaka með súkkulaðikremi

Ég er með óteljandi myndir af uppskriftum í símanum mínum, sem ég hef tekið hér og þar. Þegar ég fæ gott að borða hjá vinkonum mínum eða sé girnilega uppskrift í gömlu tímariti sem er ekki lengur hægt að kaupa þá tek ég einfaldlega mynd af uppskriftinni. Ég er hins vegar ekki nógu dugleg við að muna hvaðan þessar uppskriftir koma sem er pínu synd.

Súkkulaðiformkaka með súkkulaðikremi

Þessi súkkulaðikaka er ein af þessum uppskriftum sem koma úr myndaalbúminu í símanum. Hún var á ensku sem gerir málið dálítið dularfullt en ég get þó ómöglega munað hvaðan uppskriftin kom. Ég bakaði kökuna aðeins of lengi og því var hún of þurr fyrir minn smekk en bragðgóð var hún fyrir því. Hún fer auðvitað stórvel með helgarkaffinu og ef einhver ætlar að baka hana þá mæli ég með að fylgjast vel með kökunni undir lokin á bökunartímanum.

Súkkulaðiformkaka með súkkulaðikremi

Súkkulaðiformkaka með súkkulaðikremi

  • ¾ bolli kakó
  • 1/3 bolli heitt kaffi
  • 1 ¾ bolli hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 1 bolli smjör við stofuhita
  • 1 bolli sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • ¼ bolli súrmjólk
  • ¾ bolli grófhakkað suðusúkkulaði

Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform. Setjið kakó og kaffi í litla skál og hrærið þar til blandan er slétt. Hrærið saman, í annarri skál, hveiti, lyftiduft og salt. Hrærið saman í hrærivél eða með handþeytara smjör og sykur þar til blandan er orðin ljós og létt í sér. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og hrærið í um mínútu á milli. Hrærið vanilludropum saman við. Hrærið nú hveitiblöndunni saman við og þar á eftir er kaffiblöndunni hrært varlega saman við. Hrærið súrmjólkinni saman við og að lokum súkkulaðibitunum. Setjið deigið í smurt formkökuformið og bakið í um 50-60 mínútur. Látið kökuna kólna áður en kremið er sett yfir.

Súkkulaðikrem

  • 1 ½ bolli flórsykur
  • 3 msk kakó
  • smá salt
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2-4 msk mjólk eða vatn

Sigtið saman flórsykur og kakó í skál. Bætið salti saman við. Hrærið vanilludropum og 2 msk af mjólk saman við og bætið 1-2 msk af mjólk við eftir þörfum.

2 athugasemdir á “Súkkulaðiformkaka með súkkulaðikremi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s