Snitsel

 

Snitsel

Það hefur verið flensa á heimilinu í viku og það virðist ekker fararsnið á henni. Jakob kom veikur heim úr skólanum síðastliðinn fimmtudag og steinlá fram á sunnudag en þá tók Gunnar við og hefur legið síðan þá. Við erum alveg búin að fá nóg af þessu ófremdarástandi og óskum þess heitt að flensan fari að láta sig hverfa.

Snitsel

Ég fékk óstjórnlega löngun í snitsel um daginn sem endaði auðvitað með að það var snitsel í kvöldmatinn skömmu síðar. Mér þykir allur matur í raspi góður en elda þannig mat þó furðu sjaldan. Ég bar snitselinn fram með kartöflumús, piparsósu og rifsberjahlaupi. Súpergott!!

Snitsel

Snitsel

  • 8 úrbeinaðar grísakótilettur
  • 2 dl hveiti
  • 2 egg
  • 2 dl brauðrasp eða Panko
  • salt og pipar
  • olía (ekki ólífuolía)

Byrjið á að berja kótiletturnar með flötu hliðinni á buffhamri til að ná þeim þunnum. Kryddið báðar hliðar síðan með pipar og salti.

Setjið hveiti í eina skál, hrærð egg í aðra skál og brauðrasp í þriðju skálina. Veltið kótilettunum fyrst upp úr hveitinu, síðan egginu og að lokum brauðraspinum.

Hitið vel af olíu á pönnu, þannig að það sé um 1 cm lag yfir pönnunni. Steikið snitselinn í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Takið snitselinn af pönnunni og yfir á disk klæddan eldhúspappír. Berið strax fram með kartöflumús og sósu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s