Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

 

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Það hefur verið mikið beikonæði hjá strákunum hér á heimilinu undanfarnar vikur og á tímabili kom ég varla heim úr vinnunni án þess að beikonlykt tæki á móti mér. Ég ákvað að lokum draga úr beikoninnkaupum því það getur bara ekki verið neinni manneskju gott að borða svona mikið beikon.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Ég bauð þó upp á fljótlegt carbonara hér í síðustu viku við miklar vinsældir. Svo miklar að það var ekki svo mikið sem ein makkaróna eftir af matnum! Réttinn tekur örskamma stund að gera, er með fáum hráefnum og hentar því fullkomlega í amstri dagsins.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Makkarónu carbonara – uppskrifti fyrir 5

  • 500 g makkarónur (ósoðnar)
  • 300 g beikon
  • 6 eggjarauður
  • 150 g parmesan, rifinn
  • salt og pipar

Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið um 1-2 dl af pastavatninu frá áður en því er hellt af soðnum makkarónunum.

Skerið beikonið í teninga/sneiðar. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið beikonið þar til það er orðið stökkt. Bætið makkarónum á pönnuna ásamt parmesanostinum. Hrærið saman þannig að osturinn bráðni. Bætið pastavatni saman við þannig að blandan fái mjúka áferð. Takið pönnuna af hitanum og hrærið eggjarauðum saman við. Smakkið til með salti og vel af pipar. Berið fram með auka parmesanosti.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s