Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

 

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Það hefur verið mikið beikonæði hjá strákunum hér á heimilinu undanfarnar vikur og á tímabili kom ég varla heim úr vinnunni án þess að beikonlykt tæki á móti mér. Ég ákvað að lokum draga úr beikoninnkaupum því það getur bara ekki verið neinni manneskju gott að borða svona mikið beikon.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Ég bauð þó upp á fljótlegt carbonara hér í síðustu viku við miklar vinsældir. Svo miklar að það var ekki svo mikið sem ein makkaróna eftir af matnum! Réttinn tekur örskamma stund að gera, er með fáum hráefnum og hentar því fullkomlega í amstri dagsins.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Makkarónu carbonara – uppskrifti fyrir 5

 • 500 g makkarónur (ósoðnar)
 • 300 g beikon
 • 6 eggjarauður
 • 150 g parmesan, rifinn
 • salt og pipar

Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið um 1-2 dl af pastavatninu frá áður en því er hellt af soðnum makkarónunum.

Skerið beikonið í teninga/sneiðar. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið beikonið þar til það er orðið stökkt. Bætið makkarónum á pönnuna ásamt parmesanostinum. Hrærið saman þannig að osturinn bráðni. Bætið pastavatni saman við þannig að blandan fái mjúka áferð. Takið pönnuna af hitanum og hrærið eggjarauðum saman við. Smakkið til með salti og vel af pipar. Berið fram með auka parmesanosti.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

 

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

Í byrjun árs gaf Chrissy Teigen út sína fyrstu matreiðslubók og í hreinskilni sagt hafði ég ekki hugmynd um hver manneskjan var fyrr en ég sá matreiðslubókina hennar dúkka upp sem nýjung á Amazon. Bókina keypti ég þó samstundis, enda var henni lofað víða, og ég verð að segja að það hefur verið gaman að skoða hana og hún hefur verið mjög fínt hilluskraut þetta ár.

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á instagram færslu hjá Crissy Teigen, sem Malín hefur upplýst mig um að er eiginkona John Legend, þar sem hún skrifaði að Spaghetti Cavio E Pepe væri vinsælasti rétturinn úr bókinni hennar og að hún vissi ekki um neinn sem væri ekki hrifin af honum. Þar með var forvitni mín vakin og ég ákvað að prófa að elda úr þessari æðislegu matreiðslubók sem ég varð svo nauðsynlega að eignast í upphafi árs.

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

Rétturinn var góður en svakalega sterkur! Mér leist ekkert á blikuna þegar ég settist niður og tók fyrsta bitann en hann var samt svo bragðgóður að við gátum ekki hætt að borða fyrr en rétturinn var búinn.  Ég mæli því með að fara varlega í piparinn og byrja á 1 teskeið. Ég bar réttinn fram með hvítlauksbrauði og hvítvíni, við vorum 4 í mat og allt kláraðist upp til agna. Stórgott!

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu – uppskrift fyrir 4

 • Maldon salt
 • 340 g spaghetti (ósoðið)
 • 120 g beikon, skorið smátt
 • ¼ bolli  extra-virgin ólífuolía
 • 3 msk fínhakkaður hvítlaukur (uþb 4 stór hvítlauksrif)
 • 1 tsk rauðar piparflögur
 • 2 tsk nýmalaður svartur pipar (ég mæli með að byrja á 1 tsk!)
 • ¼ bolli ferskur sítrónusafi
 • 1 ½ bolli ný rifinn parmesan ostur
 • 3 bollar klettasalat

Sjóðið spaghetti í stórum potti með vel söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið frá 1 bolla af vatninu sem spaghettíið var soðið í, áður en vatninu er hellt af soðnu spaghettíinu.

Á meðan spaghettíið sýður er beikonið steikt yfir miðlungsháum hita þar til það er orðið stökkt (tekur um 7-9 mínútur). Bætið ólífuolíu á pönnuna ásamt hvítlauk, rauðum piparflögum og svörtum pipar og steikið í um 1 mínútu. Bætið sítrónusafa og spaghetti á pönnuna og hrisstið vel saman þannig að sósan dreifist um spaghettíið. Bætið parmesan ostinum saman við og blandið öllu vel saman, bætið spaghetti vatninu smátt og smátt út í þar til réttri áferð er náð. Bætið að lokum klettasalati saman við og blandið öllu vel saman í um 1 mínútu. Smakkið til með rauðum piparflögum, salti og pipar. Berið fram með ferskum parmesan osti.

 

 

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÞvílík helgi sem við fengum! Ég og strákarnir nýttum veðurblíðuna á laugardeginum og fórum í dagsferð um suðurlandið með vinkonu minni. Við heimsóttum meðal annars sundlaugina á Hellu (frábær sundlaug), Seljalandsfoss og vinnufélaga okkar sem var staddur í Þykkvabænum. Ferðina enduðum við síðan í þriggja rétta humarveislu á Fjöruborðinu á Stokkseyri. Æðislegur dagur í alla staði.

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÓmótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÓmótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÓmótstæðilegur pastaréttur í einum hvelliÓmótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Við vorum ekki í neinu stuði fyrir fisk í kvöld og ég skellti því í stórgóðan pastarétt sem við fáum seint leið á. Þessi hefur lengi verið í uppáhaldi og ég geri yfirleitt tvöfaldan skammt því krökkunum þykir svo gott að hita hann upp daginn eftir. Það er svo einfalt og fljótlegt að útbúa þennan rétt og í kvöld lögðum við á borð í sjónvarpsholinu og horfðum á Tyrant yfir matnum. Frábærir þættir sem eru sýndir seint á sunnudagskvöldum og því hentar okkur betur að taka þá á frelsinu daginn eftir. Ég mæli með þeim ef ykkur vantar þætti til að horfa á!

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Pasta í rjómasósu með beikoni og sveppum (uppskrift fyrir 3-4)

 • 250 g sveppir (1 box)
 • 130 g beikon (ég nota 1 bréf af eðalbeikoni)
 • 1 laukur
 • 2 dl sýrður rjómi
 • 2 dl rjómi
 • 1/2 grænmetisteningur
 • salt og pipar
 • smá af cayenne pipar (má sleppa)

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Skerið sveppina í fernt, hakkið laukinn og skerið beikonið í bita. Hitið smjör á pönnu (mér þykir alltaf betra að steikja úr smjörlíki) og steikið sveppina þar til þeir eru komnir með góða steikingarhúð, bætið þá lauk og beikoni á pönnuna og steikið áfram þar til beikonið er fullsteikt og laukurinn orðinn mjúkur. Hellið rjóma og sýrðum rjóma yfir og látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Smakkið til með grænmetiskrafti, salti og pipar. Endið á að setja örlítið af cayenne pipar fyrir smá hita.

Ómótstæðilegur pastaréttur í einum hvelli

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Ég er hrifin af pastanu frá De Cecco og í þennan rétt nota ég spaghetti n°12 sem ég sýð al dente (10 mínútur). Mér þykir þykktin á því vera svo góð og passa vel í réttinn.

Blandið pastanu saman við pastasósuna og hrærið smá af pastavatninu saman við. Það skemmir ekki fyrir að rífa parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram en það má þó vel sleppa því. Dásamlega gott á báða vegu.

Spaghetti alla carbonara

Spaghetti alla carbonara

Það styttist í helgina og eflaust margir farnir að huga að helgarmatnum. Ég ætla því að setja inn uppskrift af einföldum en ljúffengum föstudagsmat sem tekur stutta stund að útbúa og gæti verið kjörið að enda vinnuvikuna á. Mér þykir svo notalegt að eyða föstudagskvöldunum heima og það hentar vel að borða þennan rétt í sjónvarpssófanum til að gera kvöldið enn notalegra.

Spaghetti alla carbonara

Stundum þurfa hlutirnir að gerast í einum grænum og þá koma svona uppskriftir sér vel. Þessi réttur er ó, svo góður og það tekur eflaust styttri tíma að útbúa hann en að panta pizzu. Með öðrum orðum, fullkominn föstudagsmatur!

Spaghetti alla carbonara

Spaghetti alla carbonara (fyrir 4) – uppskrift frá Allt om mat

 • 1 laukur
 • 1 hvítlauksrif
 • 250 g beikon
 • 50 g pecoriono ostur
 • 50 g parmesan ostur
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 egg
 • 2 eggjarauður
 • pipar úr kvörn
 • 400 g spaghetti

Fínhakkið lauk og skerið hvítlauk í sneiðar. Skerið beikon í bita og fínrífið pacoriono og parmesan ostana.

Hitið olíuna á pönnu og steikið hvítlaukinn í henni þar til hann byrjar að fá gylltan lit. Takið hvítlaukinn af pönnunni. Setjið lauk og beikon á pönnuna (í olíuna sem hvítlaukurinn var í) og steikið þar til laukurinn er mjúkur og beikonið fallegt á litinn, það tekur um 3 mínútur. Hrærið egg og eggjarauður saman við ostana og kryddið með pipar.

Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Geymið 1 dl af pastavatninu.

Hærið saman spaghettí, lauk og beikon. Hrærið eggja- og ostablöndunni saman við og blandið vel saman. Hrærið pastavatninu saman við, smátt og smátt, þar til réttri áferð er náð. Mér þykir 1 dl. passlegt.

Berið fram með ferskrifnum parmesan, pipar og jafnvel steinselju.

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Við erum ósköp löt eftir þessa stuttu vinnuviku. Það er alltaf jafn erfitt að þurfa að vakna aftur og gera eitthvað af viti eftir svona góð frí. Í kvöld nennti ég ómöglega að standa í eldhúsinu en eins og svo oft áður langaði okkur samt í eitthvað gott.

Ég leitaði í smiðju Nigellu og fann þessa einföldu uppskrift sem reyndist bjargvættur okkar í kvöld. Og þvílík dásemd sem þessi réttur var. Með svona fáum hráefnum og lítilli fyrirhöfn voru væntingarnar ekki miklar og því kom skemmtilega á óvart hvað rétturinn reyndist góður. Strákarnir voru yfir sig hrifnir og eftir matinn báðu þeir mig um að elda réttinn fljótlega aftur. Það þarf ekki að vera flókið til að vera gott.

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

 • 2 msk hvítlauksólívuolía
 • 250 g beikon
 • 250 g spaghetti
 • steinselja (má sleppa)
 • ferskur parmesanostur (má sleppa)

Hitið ofninn í 240°.  Fyllið stóran pott af vatni og látið suðuna koma upp.

Setjið hvítlauksólívuolíu í botn á ofnskúffu eða eldföstu móti. Skerið beikon í bita og blandið saman við olíuna, reynið að láta hana þekja allt beikonið.

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Þegar vatnið byrjar að sjóða er spaghettíið sett í pottinn og beikonið sett í ofninn. Spaghettíið og beikonið þurfa svipaðan eldunartíma, ca 10 mínútur.

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Þegar spaghettíið er fullsoðið er 1 bolli af spaghettívatninu lagður til hliðar og restinni hellt af. Takið beikonið úr ofninum og bætið spaghettíinu í ofnskúffuna. Blandið vel saman og bætið spaghettívatninu sem var lagt til hliðar varlega saman við. Byrjið smeð smá og bætið við eftir þörfum.

Það er gott að bera réttinn fram með ferskri steinselju og ferskrifnum parmesan og mér þykir nauðsynlegt að mylja svartan pipar yfir hann.

Spaghettí með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu

Pasta með púrrulauk og beikoni

Það er búið að vera prógram á hverju kvöld þessa vikuna og við erum farin að þrá afslappað heimakvöld með góðum mat og félagsskap hvors annars. Í kvöld var Öggi á námskeiði yfir matartímann og ég var farinn á fund í fimleikunum hans Gunnars áður en hann kom heim. Mér þykir alltaf leiðinlegt þegar það vantar einhvern við matarborðið á kvöldin og sem betur fer þá gerist það sárasjaldan.

Í kvöld eldaði ég enn og aftur upp úr ársblaðinu hans Jamie Oliver. Það virðist vera hægt að elda hvaða rétt sem er úr þessu blaði, það er allt alveg æðislega gott. Þar sem lítill tími gafst fyrir matargerð í kvöld þá var ég búin að ákveða að elda pastarétt. Þegar ég var að byrja á matnum sá ég hins vegar að ég átti ekki nógu mikið af sýrðum rjóma í réttinn. Ég elska sýrðan rjóma og á hann alltaf til í ískápnum en núna var hann nánast búinn. Ég notaði það litla sem ég átti og setti svo rjóma í staðinn. Rétturinn varð svo góður að ég held að ég muni halda mig við hann þannig. Öggi borðaði þegar hann kom heim og það fyrsta sem hann sagði þegar ég kom heim var hversu rosalega góður pastaréttur þetta væri.

Pasta með púrrulauk og beikoni (ath uppskriftin er fyrir 2)

 • ólívuolía
 • smjör
 • 2 hvítlauksrif, skorin í fínar sneiðar
 • 400 g púrrulaukur, skorinn í 1 cm hringi
 • laufin af nokkrum timjanstöglum (ég notað þurrkað timjan)
 • 4-5 beikonsneiðar, hakkað
 • 1 msk gróft sinnep (ég notaði dijon sinnep og smá af chili sinnepi frá Niclas Vahé sem er í algjöru uppáhaldi)
 • 4 msk sýrður rjómi (ég var með ca 2 msk af sýrðum rjóma og ca 1 dl af rjóma)
 • 200 g gnocchi eða annað pasta
 • rifinn parmesan

Hitið olíu og smjör á pönnu yfir miðlungsháum hita. Setjið hvítlaukinn á pönnuna og steikið í 1 mínútu, þar til hann er orðinn gylltur. Bætið púrrulauk og timjan á pönnuna og látið malla við vægan hita í 15 mínútur. Hrærið oft í pönnunni, laukurinn á að verða mjúkur og klístraður án þess að brúnast. Takið laukinn af pönnunni, setjið meiri olíu á hana og steikið beikonið þar til það verður stökkt. Bætið sinnepi, smá vatni og lauknum á pönnuna og eldið í um mínútu. Setjið sýrða rjómann (og rjómann ef þið notið hann) á pönnuna og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita um stund.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakningu. Hellið vökvanum af og bætið soðnu pastanu á pönnuna . Blandið pasta og lauk vel saman. Berið fram með ferskrifnum parmesan osti og pipar.