Ofnbakaðar kjötbollur í dásamlegri kóksósu

Það er alltaf gaman að bæta smá hversdagslúxus í tilveruna og sérstaklega þegar flensan hefur legið á heimilisfólki lengur en við kærum okkur um. Þá er nánast lífsnauðsynlegt að gera vel við sig með góðum mat og huggulegheitum. Það gerðum við einmitt í gærkvöldi.

Ég eldaði kjötbollur sem urðu svo góðar að það var ekki svo mikið sem skítugur diskur eftir. Og til að toppa allt þá ákváðum við að rjúka í vínbúðina rétt fyrir lokun og kaupa rauðvín með matnum. Síðan sátum við lengi yfir matnum og dásömuðum hann í bak og fyrir.

Þessar kjötbollur eru æðislegar og henta bæði með pasta og parmesan, eins og við gerðum, eða sem pinnamatur á veisluborðið. Ég hefði þó mátt taka þær aðeins fyrr úr ofninum til að fá meiri sósu. Hún þykknar nefnilega eftir því sem bollurnar eru lengur í ofninum. Ef þið ætlið að nota þær sem pinnamat mæli ég með að gera bollurnar minni og hafa þær í ofninum örlítið lengur því þá þykkist sósan og hjúpar bollurnar betur. Sósan er bragðmikil og ólýsanlega góð.

Ofnbakaðar kjötbollur í dásamlegri kóksósu – uppskrift fyrir 5 (sem kvöldverður)

 • 500 g nautahakk
 • 1 dl brauðraspur
 • 1 egg
 •  1 msk vatn
 • 1 laukur, fínhakaður og skipt í tvennt (helmingur í bollurnar og helmingur í sósuna)
 • 1/2 tsk ítölsk hvítlauksblanda (ég var með frá Pottagöldrum)
 • 1 lítil græn paprika, fínhökkuð og skipt í tvennt (helmingur í bollurnar og helmingur í sósuna)
 • salt
 • pipar
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 2,5 dl tómatsósa (ég var með stevíu tómatsósuna frá Felix)
 • 2,5 dl kók
 • 2 tsk worcestershire sósa

Hitið ofn í 180° og spreyið 20×30 cm eldfast mót með olíu.

Blandið vel saman nautahakki, brauðraspi, eggi, vatni, hálfum fínhökkuðum lauki, hálfri fínhakkaðri papriku, hvítlaukskryddi, salti og pipar. Rúllið blöndunni í bollur og raðið í eldfasta mótið.

Setjið hálfan fínhakkaðan lauk, hálfa fínhakkaða papriku, pressuð hvítlauksrif, tómatsósu, kók, worcestershire sósu, salt og pipar í skál og hrærið saman. Hellið yfir kjötbollurnar og setjið í ofninn í 50-60 mínútur. Snúið bollunum í sósunni tvisvar á meðan þær eru í ofninum.  Athugið að ef það á að nota kjötbollurnar sem pinnamat er gott að hafa bollurnar aðeins lengur í ofninum (60 mínútur) til að þykkja sósuna. Ef það á að borða þær með pasta er betra að hafa þær í styttri tíma, til að fá meiri sósu.

 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s