Kjúklingapasta sem rífur í

 

Ég verð að viðurkenna að þessi kuldi er alveg að fara með mig. Eftir vinnu fór ég í heitan tíma í ræktinni (hef varla stigið fæti inn í ræktarsalinn síðan í vor) og mikið var gott að fá smá hita. Gæti jafnvel endað svo að ég fari aftur fljótlega. Maður getur alltaf vonað. Ég hef verið í krónísku letikasti frá ræktinni síðan ég man eftir mér þannig að líkurnar eru ekki með mér.

Við erum bara tvö í mat í kvöld og ætlum að fá okkur sushi. Það liggur hvítvínsflaska í ísskápnum og ég get ekki beðið eftir að setjast niður og eiga notalega kvöldstund. Elska svona hversdagslúxus.

Á meðan ég bíð eftir að maturinn detti í hús ætla ég að setja inn uppskrift af æðislegum pastarétti sem ég var með um daginn. Þessi réttur vakti mikla luku hjá öllum hér heima. Marineringin rífur aðeins í án þess að gera réttinn of sterkann. Súpergott!

Kjúklingapasta sem rífur í (uppskrift fyrir 4)

600 g kjúklingabringur
1 tsk sambal oelek
½ msk rifið engifer
1 hvítlauksrif
2 tsk ólífuolía
1 lime
3 msk balsamik edik
½ sítróna
1 hvítlauksrif
2 msk hunang
250 g spaghettí (ekki soðið)

Skerið kjúklingabringurnar í bita. Setjið sambal oelek, engifer, pressað hvítlauksrif og ólífuolíu í poka. Rífið hýðið af lime-inu og setjið í pokann, skerið það svo í tvennt og pressið safann líka í pokann. Kryddið með salti og pipar. Bætið kjúklingabitunum í pokann og látið marinerast í 30 mínútur.

Steikið kjúklinginn með allri marineringunni. Bætið balsamik ediki, sítrónusafa, pressuðu hvítlauksrifi og hunangi á pönnuna og látið allt sjóða saman þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Sjóðið spaghettí og bætið saman við kjúklinginn (það er gott að setja smá af pastavatninu með). Berið fram með salati.

Ein athugasemd á “Kjúklingapasta sem rífur í

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s