Mjúk súkkulaðikaka

 

Hvað passar betur með helgarkaffinu en mjúk og dásamleg súkkulaðikaka? Mér þykir nýbökuð súkkulaðikaka gjörsamlega ómótstæðileg. Þessa bakaði ég um síðustu helgi þegar ég var ein heima, sem var afleit hugmynd. Ég fékk mér kökuna með kaffinu yfir daginn og borðaði hana svo í kvöldmat. Ég varð því himinlifandi þegar ég kom heim úr vinnunni daginn eftir og krakkarnir voru búnir með kökuna.

 

 

Næst mun ég baka kökuna þegar krakkarnir eru heima því það er augljóst að ég hef enga sjálfsstjórn þegar kemur að þessari dásamlegu súkkulaðiköku.

Mjúk súkkulaðikaka

 • 3 egg
 • 4½ dl sykur
 • 4 ½ dl hveiti
 • 2 ½ msk kakó
 • 3 tsk lyftiduft
 • 1 ½ msk vanillusykur
 • 2 ½ dl mjólk
 • 150 g smjör, brætt

Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Hrærið hveiti, kakó og vanillusykur saman við. Hrærið að lokum bræddu smjöri og mjólk saman við þar til deigið er slétt. Setjið í hringlaga form og bakið við 174° í 40-45 mínútur.

Krem

 • 100 g smjör
 • 1 ½ – 2 dl matreiðslurjómi
 • 4 msk sykur
 • 2 tsk kartöflumjöl
 • 2 msk kakó

Setjið öll hráefnin í pott og látið sjóða saman við vægan hita þar til kremið byrjar að þykkna. Hellið kreminu yfir heita kökuna og látið kökuna svo kólna. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma.

2 athugasemdir á “Mjúk súkkulaðikaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s