Hamborgarar í sætri kartöflu

Malín og Oliver hafa upp á síðkastið beðið um að fá að sjá um kvöldmatinn stöku kvöld hér heima og það er heldur betur auðsótt hjá þeim. Mér þykir algjör lúxus að fá hvíld frá eldhúsinu inn á milli og sérstaklega í hversdagsamstrinu, þegar ég er að koma seint heim og það bíða jafnvel mörg verkefni um kvöldið.

Um daginn var eitt af þeim kvöldum sem þau sáu um matinn og hann varð svo æðislega góður að ég má til með að deila uppskriftinni… eða réttara sagt hugmyndinni. Það er nefnilega alveg frábært að skipta hamborgarabrauði út fyrir sæta kartöflu, eins og þau gerðu. Þau skáru sætu kartöflurnar í þykkar sneiðar, pensluðu þær með olíu og krydduðu með maldonsalti, svörtum pipar og chili explosion. Kartöflurnar voru síðan bakaðar við 180° þar til mjúkar í gegn. Hamborgararnir voru síðan steiktir (líka gott að grillla þá!) og svo voru herlegheitin borin fram með hefðbundu meðlæti. Klikkgott!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s