Djöflakjúklingur og heimagerðar franskar kartöflur

Dagurinn hefur verið æðislegur í alla staði. Reykjavíkurmaraþonið gekk vel hjá feðgunum og bræðurnir náðu að safna 306 þúsundum fyrir Neistann. Það veitir okkur mikla gleði að það hafi safnast svona mikill peningur fyrir Neistann, félag sem stendur okkur nærri og okkur þykir svo vænt um.

Eftir að hafa eytt deginum í bænum komum við heim og ég eldaði Djöflakjúkling með heimagerðum frönskum kartöflum í kvöldmat. Ég er komin með æði fyrir kryddblöndu í kvörn frá Jamie Oliver sem er með timjan, sítrónu og salti. Ég notaði hana á kartöflurnar og einfaldlega skar þær niður, steikti aðeins á pönnu, lagði í ofnskúffu og kryddaði með saltblöndunni og pipar. Ég bakaði síðan kartöflurnar í ofninum með kjúklingnum.

Í uppskriftinni af Djöflakjúklingnum á að vera brauðmylsna af franskbrauði en ég átti ekki franskbrauð og notaði Paxo brauðrasp í staðinn. Mér fannst ég þurfa mun meira af honum en 1 bolla og var stöðugt að bæta meiri raspi í skálina.

Djöflakjúklingur (uppskrift frá Bon Appétit)

  • 1 bolli hveiti
  • 3 tsk maldon salt
  • 1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
  • 2 stór egg
  • 6 msk dijon sinnep
  • 1/2 tsk cayenne pipar
  • 1 bolli brauðmylsna af franskbrauði
  • 3 msk ólivuolía

Hitið ofninn í 190°. Blandið hveiti, 2 tsk af saltinu og svörtum pipar í skál.  Hrærið saman eggjum, dijon sinnepi og cayenne pipar í annari skál. Blandið saman brauðmylsnu og 1 tsk af saltinu saman í þriðju skálina.

Veltið kjúklingabringunum, einni í einu, upp úr hveitiblöndunni og hristið síðan bringuna þannig að auka hveiti falli af. Veltið bringunni næst upp úr eggjablöndunni og að lokum upp úr brauðmysnunni. Leggið bringuna á grind og endurtakið með afganginn af bringunum.

Hitið olíuna á pönnu yfir miðlungsháum hita. Leggið kjúklingabringurnar á pönnuna og steikið þar til hún fær fallegan lit, það ætti að taka um 2-3 mínútur. Snúið kjúklingabringunum við og færið pönnuna í ofninn. Bakið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, það ætti að taka um 12 mínútur. Ef þið eigið ekki pönnu sem má fara inn í ofn (ég á sjálf ekki þannig pönnu) þá steikið þið kjúklingabringunar eins á hinni hliðinni og leggið þær síðan í eldfast mót áður en þið setjið þær í ofninn.

Ein athugasemd á “Djöflakjúklingur og heimagerðar franskar kartöflur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s