Ostafyllt buff með rjómasósu

Ég er með móral yfir því að hafa ekki náð að svara skilaboðum og kommentum síðustu daga. Það er búið að vera mikið að gera og ég er þess að auki búin að vera í saumaklúbbum síðustu tvö kvöld. Eins og svo oft vill verða kom ég allt of seint heim úr þeim og ætlaði ekki að trúa því þegar vekjaraklukkan hringdi morgnana eftir. Ég bæti bloggleysið í gær vonandi upp með þessari uppskrift af alveg dásamlegum mat sem við borðuðum í kvöld.

Í gær var ömurlegt veður en Öggi og Gunnar létu það ekki aftra sér við að taka þátt í Atlantsolíuhlaupinu. Mér leist ekkert á blikuna þegar ég kvaddi þá og varð ekki róleg fyrr en ég fékk sms frá Ögga um að þeir væru komnir í mark. Gunnar hafði staðið sig vel, eins og alltaf, og hreppti bronsverðlaun. Við erum að springa úr stolti og Gunnar hefur enn ekki tekið medalíuna af sér.

Á meðan feðgarnir hlupu í roki og rigningu sátum við hin inni í hlýjunni við kertaljós og gæddum við okkur á ljúffengri aspassúpu. Ég ætlaði að setja inn uppskriftina af henni en áður en ég vissi af var ég orðin of sein í saumaklúbbinn og mátti því ekkert vera að því að setjast við tölvuna.

Í kvöld var fyrsta rólega kvöld vikunnar og við nutum þess að vera öll heima. Við kveiktum á kertum og sátum lengi yfir kvöldmatnum og höfðum það notalegt. Kvöldmaturinn var dásemd sem ég gef uppskriftina af með gleði og vona að ykkur þyki hann jafn góð og okkur.

Ostafyllt buff með rjómasósu

 • ca 500 gr nautahakk
 • ca 500 gr svínahakk
 • 1 egg
 • 1 dl rjómi
 • nýmalaður svartur pipar
 • 1 tsk timjan
 • 150 gr góður ostur, t.d. gráðostur eða hvítmygluostur (mér þykir gott að nota Ljúfling)

Sósa

 • 4 dl rjómi
 • 1 dl vatn
 • 1-2 grænmetisteningar
 • ca 1-2 tsk rifsberjasulta
 • hvítur pipar

Blandið vel saman nautahakki, svínahakki, eggi, rjóma, pipar og timjan (ég nota K-ið á hrærivélinni en það má vel gera þetta í höndunum).  Mótið 9 buff og gerið holu í miðjuna á þeim. Skerið ostinn í bita, stingið þeim í holurnar og lokið vel fyrir.

Hitið smjör á pönnu og steikið buffin við miðlungshita. Steikið buffin í tveimur umgöngum í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Það á ekki að fullsteikja buffin. Hafið engar áhyggjur ef einhver ostur læðist úr þeim, það gerir sósuna bara betri. Þegar buffin hafa verið steikt eru þau lögð til hliðar og gerð sósa úr steikarsoðinu. Hellið rjóma, vatni og grænmetisteningi á pönnuna og látið suðuna koma upp. Smakkið til með rifsberjasultu, hvítum pipar og grænmetiskrafti. Setjið buffin aftur á pönnuna og látið þau sjóða við vægan hita í sósunni í nokkrar mínútur eða þar til þau eru tilbúin. Ég hræri smá Maizena út í sósuna í lokin til að þykkja hana.

Við bárum réttinn fram með soðnum kartöflum, salati og rifsberjasultu sem okkur þótti æðislega góð með.

5 athugasemdir á “Ostafyllt buff með rjómasósu

 1. Vá og þessu missti ég greinilega af. Mikið get ég verið óheppin. Ok, ég lifi í voninni um að fá aftur heimboð MJÖG fljótlega. Knús í bæ, tengdó

 2. Þetta blogg er algjört æði! Allt svo girnilegt og huggulega framsett hjá þér =) Mig langar svo að spurja þig hvaðan glösin eru sem sést glitta í hérna á fyrstu myndinni?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s