Kjúklingur með karamelluhúðaðri papriku í mangó chutney sósu

Ég er á hraðferð því við erum að fara með Gunnar í klippingu. Ég er með smá hnút í maganum yfir þessu því hann er búinn að hafa svo mikið fyrir því að safna síða hárinu sínu. Hann er þó alveg ákveðinn og við erum spennt að sjá útkomuna.

Áður en við förum verð ég þó að segja frá nýrri  prófaði kjúklingauppskrift sem ég prófaði í gærkvöldi sem var æðisleg og klárlega nýr uppáhaldsréttur. Sósan er himnesk og við skildum ekki dropa eftir. Ef ykkur vantar hugmynd að kvöldmat fyrir kvöldið þá mæli ég hiklaust með að þið prófið.

Kjúklingur með karamelluhúðaðri papriku í mangó chutney sósu

  • kjúklingabringur (ég var með 900 gr)
  • 1 rauð paprika
  • 4 tsk sykur
  • 3 dl rjómi
  • 1 tsk karrý
  • 1,5 tsk sambal oelek
  • 1 dl mangó chutney
  • 2 hvítlauksrif

Hitið ofninn í 220°. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Saltið og piprið og leggið í eldfast mót. Skerið paprikuna niður  og steikið upp úr sykri (setjið sykurinn og paprikuna á hreina pönnu og steikið þar til paprikan er mjúk). Setjið yfir kjúklinginn.

Þeytið rjómann. Bætið karrý, sambal oelek, mangó chutney og hökkuðum hvítlauk saman við þeytta rjómann og blandið vel saman með sleikju. Setjið blönduna yfir kjúklinginn og bakið í ofni í ca 25-30 mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

15 athugasemdir á “Kjúklingur með karamelluhúðaðri papriku í mangó chutney sósu

  1. Girnilegt! Mér finnst flest allt gott sem er með Mango chutney, ég þarf að prófa þetta! 🙂 Hugrakkur hann Gunnar að láta hárið fjúka, hann verður örugglega flottur! Þú verður að setja inn mynd af útkomunni! Kveðja úr Kleifó!

  2. Eldaði þennan rétt í gær og hann sló í gegn! Verður alveg örugglega gerður aftur fljótt, takk fyrir uppskriftina 🙂

  3. Skipi út kjúkling og setti þorsk í form kryddaði með herbasalt og svo paprikur yfir og rjómablöndu, rosalega gott. Frábærar uppskriftir hjá þér. Takk fyrir það.
    Kveðja Guðbjörg

  4. Þessi er alveg meiriháttar. Bestu þakkir fyrir síðuna þína, hún er mikill innblástur og ég fylgist reglulega með 🙂 Kveðja, Guðrún G.

  5. Mjög góður réttur og fjölskyldan sátt. Notaði reyndar matreiðslurjóma í staðin fyrir þeyttan.
    Síðan átti ég kjúklingabaunabuff sem ég hitaði með og sósan hentaði einstaklega vel með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s