Marensrúlla með ástaraldin

Marensrúlla með ástaraldin

Við byrjum nýja árið með brakandi ferska túlípana á stofuborðinu. Eftir áramótin vil ég alltaf fríska upp á heimilið og mér þykja skjannahvítir túlípanar svo sannarlega gera það. Þó að þessir túlípanar hafa staðið á stofuborðinu í heila viku eru þeir enn ferskir og fallegir. Ég held að galdurinn við að láta þá standa lengi sé að hafa alltaf lítið og kalt vatn á þeim og lauma klökum reglulega í vatnið. Það hefur í það minnsta reynst mér vel.

Marensrúlla með ástaraldin

Þó það séu eflaust allir komnir með nóg af sætindum í bili þá get ég ekki staðist að setja inn uppskriftina að hinum eftirréttinum frá áramótunum, marensrúllunni með ástaraldin. Mér finnst bara ekki hægt að kveðja áramótin án þess að deila þessari uppskrift með ykkur. Þar að auki óskaði blogglesandi eftir uppskriftinni og ég gef því uppskriftina með sérlega mikilli gleði.

Marensrúlla með ástaraldin

Þessi marensrúlla er í miklu uppáhaldi hjá okkur og þegar Malín fermdist síðasta vor þá óskaði hún eftir henni á veisluborðið. Ég byrjaði að dunda mér við að baka þær tveimur vikum fyrir ferminguna og fannst góð tilfinning að eiga marensrúllurnar tilbúnar í frystinum á lokaspretti fermingarundirbúningsins.

Marensrúllan er fastur liður á eftirréttaborðinu um áramót hjá okkur og það má alls ekki sleppa henni. Bæði börn og fullorðnir elska hana enda er hún bæði sæt og fersk á sama tíma. Yfirleitt skreyti ég hana með jarðaberjum eða hindberjum en við gleymdum að kaupa berin um þessi áramót. Það breytti engu því kakan er hreinn draumur og þarf engin ber, nema þá helst til skrauts.

Marensrúlla með ástaraldin

Marensrúlla með ástaraldin

 • 4 stórar eggjahvítur
 • 3 dl sykur
 • hjartarsalt á hnífsoddi
 • 1 ½ bolli Rice krispies

Þeytið eggjahvítur, sykur og hjartarsalt saman í drjúga stund. Hrærið Rice krispies varlega saman við með sleif. Setjið á bökunarplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og látið deigið mynda eins stóran ferhyrning og platan ber. Bakið við 135° (ekki blástur) í 50 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna.

Marensrúlla með ástaraldin

 • ½ líter rjómi
 • 5 ástaraldin

Marensrúlla með ástaraldin

Takið marensinn af smjörpappírnum og snúið á hvolf. Smyrjið rjómanum yfir og innihaldinu úr ástaraldinum er dreift yfir rjómann. Marensinum er rúllað upp frá langhliðinni. Fallegt að skreyta rúlluna með ástaraldin eða jafnvel jarða- eða hindberjum.

Marensrúlla með ástaraldin

19 athugasemdir á “Marensrúlla með ástaraldin

 1. Sæl,
  einhverra hluta vegna festist athugasemdin mín ekki inni…

  en mig langaði að spyrja hvernig þú rúllar marengsnum upp, læturðu rjómann liggja í einhvern tíma til að mýkja marengsinn upp til að auðvelda verkið?? – sé hann einhvern veginn fyrir mér harðan og að erfitt að rúlla honum upp 😉

  með kærri kveðju
  Ragga

  1. Ég hvolfi marensnum á bökunarpappír, set rjómann á og nota síðan bökunarpappírinn til að rúlla honum upp. Marensinn er svo seigur eftir bökunina að það gengur alveg að rúlla honum. Hann brotnar kannski aðeins en það gerir ekkert til, bara halda áfram að rúlla og síðan má alltaf laga hann aðeins til eftir á 🙂

 2. Prófaði þessa fyrr á þessu ári og mælord! Rosalega góð, fersk og lítið mál að græja 🙂 Takk fyrir æðislega síðu – kem við reglulega 🙂

 3. namm namm hljómar rosa vel. Núna eru marengstertur oft betri ef maður setur á þær daginn áður, ertu að setja rjómann á þessa sama dag og þú berð hana fram? Er hægt að gera marengsinn einhverjum dögum fyrr eða verður þá ómögulegt að rúlla honum upp?

  1. Fyrirgefðu að ég hafi ekki svarað fyrr en ég var bara að sjá kommentið frá þér núna. Ég set rjómann á kvöldið áður en ég ber marensrúlluna fram og hef alltaf bakað marensinn sama dag og ég set á hann. Er hrædd um hann yrði of þurr til að rúlla honum ef hann er látinn bíða.

 4. Ætla að gera svona fyrir fermingu, ofsalega flott kaka eins og allt hér á síðunni 🙂 Er með sömu spurningu og Stella, er best að gera þetta samdægurs eða daginn áður ef ætlunin er ekki að frysta? Hvað myndir þú segja að ein svona rúlla sé fyrir marga?

  1. En spennandi að vera að undirbúa fermingarveislu. Mér þykir svolítið erfitt að áætla hvað rúllan er fyrir marga því það fer eftir því hvað þú ert með mikið af öðrum veitingum. Mig minnir að ég hafi áætlað eina marensrúllu á 10 manns þegar ég fermdi í fyrra.
   Ég myndi setja á marensrúllurnar kvöldið fyrir veisluna ef þú ætlar ekki að frysta þær. Þá ætti marensinn að vera passlega mjúkur þegar þú berð þær fram 🙂

 5. Vá hvað þetta er girnilegt. En ég var að spá, ég held að það fáist ekki ástaraldin þar sem ég bý en þessi marengsrúlluhugmynd er stórsniðug. Væri hægt að mauka/skera jarðaber í litla bita í staðinn fyrir ástaraldinið?

  1. Jú, þú getur sett hvað sem er í marensrúlluna. Ég gæti trúað að það væri gott að hafa jarðaber og jafnvel að hakka súkkulaði (t.d. Mars) og hafa með jarðaberunum. Ég mæli þó með að þú prófir hana með ástaraldin ef þú kemst yfir þau 🙂

 6. Hæ spyr eins og Eyrún hvað þarf tertan ca langan tíma áður en maður setur hana á borð ef maður frystir hana ?

 7. Þessi marensrúlla er æði og ætla ég að baka hana fyrir fermingu hjá syni mínum og frysta svo nú spyr ég hvað þarf að taka hana úr frystinum löngu áður en hún er borðuð? Takk líka fyrir frábæra síðu ég nota hana mjög mikið

   1. Takk fyrir svarið og takk fyrir allar þessar góðu uppskriftir 🙂
    Er að fara að ferma í vor og þessi fer pottþétt á fermingarborðið. Gerði þessi í gær og setti jarðarber og mars á milli. Mjög góð! Næst prófa ég með ástaraldin 🙂

Færðu inn athugasemd við Vala Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s