Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

Ég hef oft hugsað um það hvað ég er heppin með lesendur hér á síðunni. Ég fæ svo ótrúlega fallega tölvupósta frá lesendum sem hlýja mér meira en ég mun nokkurn tímann getað lýst og í dag fékk ég svo fallega gjöf að ég fór næstum því að gráta. Ég get með sönnu sagt að væri ekki eins að blogga án ykkar.

Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

Gjöfin sem ég fékk var þessi dásamlega bók og inn í hana var búið að skrifa fallega kveðju til mín. Bókina ætla ég að geyma á náttborðinu mínu, stúdera makkarónubakstur fyrir svefninn og dreyma þær á nóttinni. Þúsund milljón þakkir Kristín, þú veist ekki hvað þú gladdir mig mikið.

Færslurnar eru að koma seint inn hjá mér þessa dagana og það er allt Ögga að kenna. Hann er með tölvuna OG myndavélina með sér á júróvisjónæfingum eftir vinnu og ég get því ekki bloggað á meðan. Á móti kemur að tölvan er full af myndum og myndböndum frá æfingum sem ég er spennt að hlusta á þegar Öggi kemur heim. Látið vita ef ykkur langar að sjá og ég skal athuga hvort ég geti sett eitthvað hingað inn.

Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

Ég eldaði ljúffengan kjöthleif sem var kannski ekki mikið fyrir augað en bætti það svo sannarlega upp með bragðinu. Ég fyllti hann með fetaosti og pestói með sólþurrkuðum tómötum sem kom æðislega vel út. Fjölskylduvænt og stórgott.

Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

  • 600 g bland- eða nautahakk
  • 0,5 dl brauðrasp
  • 1 dl vatn
  • 1,5-2 tsk salt
  • svartur pipar
  • 1 tsk timjan
  • 1/2 tsk rósmarín
  • 1 laukur
  • 1 egg
  • fetaostur
  • pestó með sólþurrkuðum tómötum

Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

Hitið ofninn í 175°. Skerið laukinn í grófa bita. Blandið lauk, vatni, brauðraspi, eggi, salti, pipar, timjan og rósmarín saman og maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Blandið maukinu og hakkinu vel saman. Smyrjið eldfast mót, formið hleif úr hakkblöndunni og leggið hann í mótið. Gerið skurð í kjöthleifinn. Myljið fetaost í skurðinn og setjið pestó yfir. Lokið skurðinum vel og setjið í ofninn í 40 mínútur.

Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

9 athugasemdir á “Pestó- og fetafylltur kjöthleifur

  1. Vá var að prófa þetta í kvöld og þetta er ótrúlega gott! Miklu betra en ég þorði að vona. Takk fyrir mig 🙂

  2. Þakka fyrir mig enn og aftur, ekki slæmt að eiga síðuna þína að þegar maður þarf að skora prik hjá „vininum“ 😉 Við erum alsæl eftir vel heppnaða máltíð. Ég sleppti sósunni og hafði soðnar kartöflur ásamt klettasalati með gúrku og orange papriku með hleifinum ásamt dassi af feta yfir allt. Rosalega gott 🙂

Færðu inn athugasemd við Ingibjörg Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s