Hvítlaukshummus

Hvítlaukshummus

Ég sá að það var beðið um uppskriftina að hummusnum sem ég var með á New York Times-brauðinu þegar ég var með chili con carne. Uppskriftin er sáraeinföld og því gott að eiga hana í handraðanum.

Það er yfirleitt tahini í hummus en þar sem ég á það aldrei til hef ég notað þessa uppskrift sem ég fann hjá Cörlu. Okkur þykir hún öllum góð og með nýbökuðu New Yorks Times-brauði er það gjörsamlega ómótstæðilegt. Það tekur enga stund að útbúa hummus og ef þú átt ekki matvinnsluvél er hægt að nota töfrasprota til að mauka hráefnin saman.

Hvítlaukshummus

Hvítlaukshummus

  • 1 dós kjúklingabaunir, vökvanum hellt af og baunirnar skolaðar
  • 2 hvítlauksrif, afhýdd og gróflega hökkuð
  • safi af 1 sítrónu
  • 1/4 bolli ólívuolía
  • 1 tsk cummin
  • sjávarsalt
  • 1/2 tsk cayenne pipar (ath. að hann er sterkur og því óvitlaust að byrja með minna magn og smakka til)
  • paprikukrydd og/eða steinselja til skrauts

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið þar til blandan er slétt. Setjið í skál og skreytið með smá olívuolíu, papriku og steinselju.

6 athugasemdir á “Hvítlaukshummus

  1. Hef aldrei prófað að gera hummus. Þetta hljómar svo gott, langar að prófa.
    Alltaf svo gaman að fylgjast með Ljúfmeti Svava mín.
    Hälsningar till er alla från Sverige

Færðu inn athugasemd við Bryndís Elsa Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s