Tælenskt kjúklingasalat

Tælenskt kjúklingasalat

Yfir vetrartímann hef ég súpu í hverri viku í matinn en þegar fer að hlýna skiptum við ósjálfrátt yfir í salat. Þó það hafi farið lítið fyrir sumrinu hér á höfuðborgarsvæðinu þá hefur gripið um sig mikið salatæði á heimilinu. Þetta kjúklingasalat hefur verið í miklu uppáhaldi í gegnum tíðina og þar þykir mér mestu skipta að nota góða satay sósu. Ég hef prófað margar tegundir en er hrifnust af sósunni frá Thai Choice. Mér þykir hún langbest og á hana alltaf til í skápnum. Upp á síðkastið höfum við þó fengið æði fyrir nýju salati sem gefur öðrum ekkert eftir og við fáum ekki nóg af því.

Tælenskt kjúklingasalat

Það sem að gerir salatið ómótstæðilegt er sósan því hún er einfaldlega himnesk. Upp á síðkastið hef ég brugðið á það ráð að skera niður hráefnið í salatið og bera það fram í litlum skálum. Hver og einn raðar svo saman sínu salati. Bæði myndar það skemmtilega stemmningu við matarborðið og allir fá það sem þeir vilja í salatið sitt. Það er svo gaman að fylgjast með því hvernig krakkarnir gera salatið sitt og það hefur komið mér á óvart hvað þau eru frökk og áhugasöm að prófa nýjar samsetningar.

Tælenskt kjúklingasalat

Sósan hefur vakið slíka lukku að við erum farin að nota hana á meira á kjúklingasalatið. Hér setti ég hana t.d. yfir kjúklingavængi við miklar vinsældir. Ég steikti kjúklinginn aðeins á pönnu, saltaði og pipraði, raðaði í eldfast mót og hellti sósunni yfir. Inn í 190° heitan ofn í 25-30 mínútur. Stráði síðan kóriander og salthnetum yfir og bar fram. Dásamlega gott.

Tælenskt kjúklingasalat

Ég satt að segja veit ekki hvaðan uppskriftin kemur upprunalega en ég hef séð hana víða á erlendum bloggum. Kannski er þetta ný tískuuppskrift í bloggheimum? Ekki yrði ég hissa því góð er hún, svo mikið er víst.

Tælenskt kjúklingasalat

  • kjúklingabringur
  • salt
  • pipar

Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót og kryddið með salti og pipar.

Tælenskt kjúklingasalat

Sósan:

  • 1 bolli Thai Choice sweet chili sauce
  • ½ bolli rice vinegar
  • ½ bolli Thai Choice lite coconut milk
  • 6 msk púðursykur
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 msk hnetusmjör
  • 2 tsk engifer, rifið
  • safinn úr 2 lime
  • 1 msk Thai Choice soya sósa

Setjið öll hráefnin í pott, hrærið þeim saman og látið suðuna koma upp. Látið sjóða við vægan hita í 3-4 mínútur. Takið af hitanum og hellið helmingnum af sósunni yfir kjúklingabringurnar. Geymið hinn helminginn sem dressingu yfir salatið. Eldið kjúklingabringurnar í 190° heitum ofni í 25-30 mínútur.

Tælenskt kjúklingasalat

Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er kjörið að skera niður það sem á að fara í salatið. Það er ekkert heilagt hér en mér þykir sérlega gott að hafa ferskan kóriander, gott kál (ef þið notið iceberg þá mæli ég með að skera það niður og láta það liggja í ísköldu vatni áður en það er borið fram. Kálið verður svo stökkt við það), vorlauk og salthnetur. Okkur þykir líka gott að hafa er mangó, gulrætur, rauða papriku, rauðlauk, gúrku og kirsuberjatómata.

Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann skorinn í sneiðar eða tættur í sundur. Raðið salatinu á disk eða fat, setjið kjúklinginn yfir, hellið sósunni yfir kjúklinginn og toppið með salthnetum, vorlauk og kóriander.

 Ef það verður afgangur af sósunni, setjið hana í lokað ílát og geymið í ískáp í allt að tvær vikur.

7 athugasemdir á “Tælenskt kjúklingasalat

  1. Hvað er þessi uppskrift fyrir marga …Takk fyrir frábærar uppskriftir sem eru auðveldar og mjög góðar ,..skoða bloggið daglega ..takk fyrir okkur

    1. En gaman að heyra 🙂 Uppskriftin af sósunni dugar okkur (5 manns) í tvær máltíðir. Hún geymist í allt að 2 vikur í lokuðu íláti í ískáp 🙂 Síðan hefur þú bara salat og kjúkling með eftir smekk og fjölda matargesta!

  2. Langar mikið prófa þessa, en er með hnetuofnæmi og borða því ekki hnetusmjör, hvað heldur þú að ég geti notað í staðinn? 🙂

    Takk fyrir frábært blogg!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s