Banana- og súkkulaðikaka

ÍsgerðinVið höfum verið dugleg að heimsækja ísbúðirnar undanfarnar vikur. Þegar það er bjart langt fram eftir kvöldi þykir okkur svo gaman að renna í ísbíltúr eftir kvöldmat. Í vikunni skelltum við okkur í uppáhaldsísbúðina okkar, Ísgerðina, og fengum svo góðar móttökur að ég má til með að hrósa þeim fyrir góða þjónustu.

Ísgerðin

Ísgerðin er með fjölbreytt úrval af jógúrtís sem er léttur í maga og okkur þykir sérlega góður. Bragðtegundirnar eru breytilegar og þegar ég spurði fékk ég að vita að þeir eru með um 40 bragðtegundir sem þeir skiptast á að nota. Síðan er hægt að setja nammi, íssósur og ferska ávexti út á ísinn. Æðislega gott!  Afgreiðslumaðurinn var svo almennilegur að bjóða okkur innfyrir að skoða og þar var allt til fyrirmyndar, svo snyrtilegt og hreint, eins og það á að vera. Ég má því til með að mæla með heimsókn í Ísgerðina ef þið ætlið í ísbíltúr um helgina.

Ísgerðin

Önnur góð hugmynd fyrir helgina er að baka þessa banana- og súkkulaðiköku. Hún er stórgóð og fer ljómandi vel með helgarkaffinu.

Banana- og súkkulaðikaka

Banana- og súkkulaðikaka (uppskrift frá Mästerkocken)

  • 125 g smjör
  • 3 egg
  • 2 dl sykur
  • 2 dl súrmjólk
  • 4 dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 2 bananar
  • 2 msk kakó

Hitið ofninn í 175°. Bræðið smjörið. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Hrærið smjörið í blönduna og bætið súrmjólk saman við. Blandið hveiti, lyftidufti og matarsóda saman og hrærið saman við deigið.

Skiptið deiginu í tvær skálar. Stappið bananana og blandið þeim í helminginn af deiginu og setjið kakó í hinn helminginn.

Smyrjið formkökuform.  Hellið bananadeiginu og kakódeiginu á víxl í formið. Gerið að lokum mynstur í deigið  með gaffli. Bakið í neðri hluta ofnsins í um 1 klst.

Banana- og súkkulaðikaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s