Mig langaði bara til að kíkja inn og óska ykkur góðrar helgar. Við ætlum að eyða kvöldinu hefðinni samkvæmt í sjónvarpssófanum með krökkunum. Það er fátt sem slær föstudagssjónvarpskvöldin okkar út og við hlökkum til þeirra alla vikuna.
Það var mexíkósk kjúklingasúpa í kvöldmat hjá okkur og við ætlum að fá okkur eftirréttinn yfir X-Factor. Verkefni kvöldsins verður síðan að klára húfuna sem þið sjáið hér að ofan. Ég er að prjóna hana á litla frænku sem að býr allt of langt í burtu en á hjarta mitt skuldlaust.
Ég vona að kvöldið ykkar verði gott.
Eigið yndislegt kvöld 🙂
Takk elsku Kara fyrir daginn. Vona að þið eigið líka yndislegt kvöld.
Mikið er þetta sæt húfa. Má ég hnísast og spyrja hvar þú fékkst uppskriftina?
Að sjálfsögðu! Ég fékk uppskriftina í Storkinum á Laugarveginum.
Sent from my iPhone
>
Takk fyrir það. Ofsalega falleg hjá þér 🙂
Fallegt hjá þér Svava mín. Bið að heilsa heim í kósíheitin.
Takk elsku Malín.
Sent from my iPhone
>
Svo rosalega falleg húa sem á eftir að fara henni svo vel ❤️