Nestishugmyndir

NestishugmyndirHæ blogglesendur hennar mömmu. Mamma bað mig um að gestablogga um nestið mitt og það geri ég með mikilli ánægju. Ég heiti Malín og var að byrja í menntaskóla. Fyrstu daga mína í skólanum fórum við vinkonurnar oftast yfir í Kringluna og keyptum okkur mat þar í hádeginu. Ég fann strax að mig langaði ekki til að venja mig á að borða svona óhollt á hverjum degi, fyrir utan hvað það er dýrt. Þar sem mamma gerir alltaf stórinnkaup einu sinni í viku þá ákvað ég að fara með henni í búðina og týndi í körfuna það sem mig langaði til að hafa í nesti. Það er ekkert mál að útbúa nesti ef maður er búinn að ákveða fyrirfram hvað það eigi að vera og það er þægilegt að geta gengið að því í töskunni og þurfa ekki að hlaupa út í búð að kaupa eitthvað rusl.

NestishugmyndirNestishugmyndirNestishugmyndir

Ég byrja dagana nánast alltaf á hafragraut. Ég vil hafa grautinn þykkan og set alls konar út í hann eins og epli, fræ, kanil eða hnetusmjör og banana. Mér þykir þetta vera góð byrjun á deginum og ég er södd allan morguninn eftir hafragrautinn. Nestið mitt er síðan hádegismaturinn minn. Það er alltaf heitur matur heima á kvöldin og því fæ ég mér bara léttan hádegisverð sem er nestið mitt. Mamma gerði hafrastykki í vikunni sem mér þykir æði að taka með mér í nesti (uppskriftin af þeim er hér) og vona að hún geri þau aftur fljótlega (mátt alveg gera tvöfaldan skammt næst mamma, eða þrefaldan…).

Nesti

Nestið mitt í síðustu viku var :

Mánudagur: Einfalt cesarsalat. Við keyptum salat, tilbúna eldaða kjúklingabita og cesardressingu. Ég ætlaði að setja harðsoðin egg, tómata og parmesan ost saman við en það gafst ekki tími til þess (það var jú mánudagur og allt). Salatið og kjúklingurinn fóru í nestisbox og sósan í sér box til að það myndi ekki liggja saman allan morguninn.

Þriðjudagur: Heilhveitivefjur með skinku, gúrku, salati og rjómaosti. Með þessu hafði ég vínber.

Miðvikudagur: Ég er svo stutt í skólanum á miðvikudögum að hafrastykki og ávöxtur duga.

Fimmtudagur: Píta með hummus og spínati (gleymdist að mynda það).

Föstudagur: Var veik og því ekki þörf á nesti.

Ég drekk ekkert annað en vatn og ég geymi því stórt glas með loki í skólanum og fylli á það af og til yfir daginn.

Ég keypti líka hrískökur með dökku súkkulaði og hafði þær í skápnum mínum í skólanum til að narta í á milli tíma.

Fleiri nestishugmyndir eru:

 • tortillavefjur – hægt að setja allt milli himins og jarðar í þær
 • flatkökur með hangikjöti, túnfisksalati, reyktum silungi…
 • beygla með pizzasósu og osti, inn í örbylgjuofn (ef það er svoleiðis græja í þínum skóla)
 • afgangur af kvöldmatnum deginum áður
 • ávextir, grænmeti
 • salat – hægt að gera endalaust margar útfærslur
 • smoothie (mömmu uppskrift er geggjuð, þið finnið hana hér)
 • gróft rúnstykki með pítusósu, reyktum silungi og eggi eða tómati
 • samloka með skinku og osti (ef það er samlokugrill aðgengilegt)
 • gróf samloka með gúrku og eggi
 • gróf brauðsneið með avókadó, eggi og tómat (algjört uppáhald)

Það væri gaman ef þið eruð með fleiri hugmyndir að þið mynduð skrifa þær hér fyrir neðan í athugasemdirnar.

Nestishugmyndir

xoxo

Malín ♥

12 athugasemdir á “Nestishugmyndir

 1. Flotta stelpan mín,allt svo girnilegt hjá þér.Nú fer amman að tileinka sér hollari matarvenjur í hádeginu,þú ert fyrirmyndin mín.

 2. Malin á ekki langt að sækja það með hugmyndauðgina. Takk fyrir þessar uppástungur. Ég mun nota mér þær í fjallgöngur.

 3. Takk elsku besta Malín, mig vantar alltaf einhverjar hugmyndir af nesti til þess að taka með mér í skólann. 😊 Við verðum sammt að fara eitthvað á stjörnutorg til tilbreytingar 😉 hahaha…
  Kv. Þín vinkona 💗

 4. Vá en góðar hugmyndir og girnilegar. Tek alltaf með mér nesti í vinnuna og frekar einhæft, ætla að prófa þetta. Vonandi heldurðu áfram að blogga með mömmu þinni. Takk kærlega 🙂

 5. Allt frábærar hugmyndir! Takk kærlega fyrir.
  Mér finnst oft málið snúast um það hvað er ennþá girnilegt um hádegi eftir legu í skólatöskunni.

 6. 1/2 dós túnfiskur í dós(vatni)
  2 matskeiðar kotasæla
  1 harðsoðið egg
  lúka spínat
  Smá biti af gúrku skorin í bita
  Sma biti af lauk saxaður
  10 vínber
  gott að setja pipar
  Holt og gott salat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s