Fiskur í ljúffengri sósu

Fiskur með gulrótum í ljúffengri sósuEins dásamlegt og það er að grilla á kvöldin og bera veislumat á borð þá er alltaf jafn gott að fá hversdagsmatinn inn á milli. Þessi fiskréttur vakti ánægju hjá allri fjölskyldunni og verður klárlega gerður aftur innan skamms. Allt í einni pönnu og gæti varla verið einfaldari. Frábær hversdagsréttur!

Fiskur með gulrótum í ljúffengri sósu

Fiskur í ljúffengri sósu – uppskrift frá Arla

 • 600 g þorskur
 • 900 g kartöflur
 • 1 gulur laukur 
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 gulrætur
 • 1 msk olía
 • 1 dós kirsuberjatómatar (400 g)
 • 2 1/2 dl matreiðslurjómi
 • örlítið af cayennepipar 
 • 1 msk dijonsinnep
 • 2 msk tomatpuré 
 • 2 msk sykur 
 • 2 tsk steinselja
 • salt och pipar

Sjóðið kartöflurnar. Hakkið lauk og hvítlauk, skerið gulrætur í sneiðar. Steikið lauk, hvítlauk og gulrætur í olíu á djúpri pönnu eða í potti. Bætið tómötum, matreiðslurjóma, cayennepipar, dijonsinnepi, tomatpuré, sykri og steinselju á pönnuna/í pottinn og látið sjóða í 5 mínútur. Skerið fiskinn í bita og bætið honum á pönnuna/í pottinn. Látið sjóða í 5-6 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Berið fram með soðnum kartöflum.

Fiskur með gulrótum í ljúffengri sósuFiskur með gulrótum í ljúffengri sósu

5 athugasemdir á “Fiskur í ljúffengri sósu

 1. Hæ ég vill þakka frábærar uppskriftir þá aðalega af fisk, ég hef gert þennan nokkru sinnum og langar að spyrja þig þar sem ég er með 12 manns í mat hvort það er hægt að setja hann í eldfast mót og í ofn hvað það tæki langann tíma að hafa hann inni ef ég geri allt á pönnu og set allt í eldfast mót útí og inní ofn.?
  https://ljufmeti.com/2015/07/07/fiskur-i-ljuffengri-sosu/?blogsub=confirming#blog_subscription-3
  kær kveðja Ríkey

Færðu inn athugasemd við masigg Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s