Lakkrístoppar með karamellukurli

Lakkrístoppar með karamellukurli

Það virðist engin smákökusort fá að liggja óhreyfð hér á heimilinu en sú sort sem ég baka hvað oftast eru lakkrístopparnir. Ég hef bakað nokkra umganga fyrir þessi jól og þeir hverfa jafn hratt og þeir koma úr ofninum. Krakkarnir elska þá!

Lakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurliLakkrístoppar með karamellukurli

Lakkrístoppar með karamellukurli

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 1 poki lakkrískurl (150 g)
  • 1 poki karamellukurl (150 g)

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Hrærið lakkrís- og karamellukurli varlega saman við. Myndið toppa með tveimur teskeiðum og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið við 150° í 15-18 mínútur.

1 athugasemd á “Lakkrístoppar með karamellukurli

Færðu inn athugasemd